Andvari - 01.01.1942, Blaðsíða 14
10
Jón SigurðsSon
ANDVARI
flokkurínn, er var langfjölmennastur, Sjálfstæðisflokkurinn
(þversummenn) og Framsóknarflokkurinn. Auk þess voru
nokkrir utanflokkamenn, og var Magnús Guðmundsson einn
af þeim.
Á fyrstu tveimur þingunum var Magnús Guðmundsson í
kosningabandalagi við Framsóknarflokkinn. Á þeim árum
hygg ég, að litið eða ekkert hafi skilið á milli skoðana hans og
flestra þingmanna flokksins. 1 þingflokki Framsóknarfl. voru
þá nær eingöngu hændur, gætnir og reyndir menn, er vildu
vinna að framförum landbúnaðarins og efla samvinnufélags-
skap bænda, svo að hann gæti orðið þeim fjárhagsleg lyfti-
stöng.
Allir, sem þekktu Magnús Guðmundsson, vissu, að hann var
bóndi í hug og hjarta og vildi hag bændastéttarinnar í öllum
greinum. Samvinnufélagsskapinn skoðaði hann mikilsverða
stoð fyrir bændur í baráttu þeirra fyrir bættum efnahag og
auknu sjálfstæði, þótt hann viðurkenndi ekki, að Framsóknar-
flokkurinn hefði neinn einkarétt á þessu félagsskipulagi.
Magnúsi mun því hafa komið i hug á þessum fyrstu árum
að ganga í Framsóknarflokkinn. Að af því varð ekki, inun
hafa valdið andróður, er hann varð var við í flokknum og
beint var gegn honum.
Að ekkert varð af þessu, varð til ómetanlegs happs fyrir
annan flokk, eins og síðar mun verða skýrt frá.
Nú mætti ætla, að Magnús Guðmundsson hefði lítið getað
neytt sin á Alþingi, þar sem hann hafði engan flokk til að
styðjast við. Þetta varð þó mjög á annan veg. í þá daga voru
aðeins fá mál gerð að flokksmálum, þingmenn voru þá mjög
frjálsir gerða sinna og gátu greitt atkvæði eftir því, sem sann-
færingin bauð þeim. Það varð því engum erfiðleikum bundið
fyrir Magnús að neyta hæfileika sinna á þessum vettvangi.
Á fyrsta þinginu var Magnús kosinn í viðskiptanefnd. Sú
nefnd fékk til meðferðar eitt af helztu vandamálum þingsins,
heimild handa rikisstjórninni að tryggja aðflutninga til lands-
ins. Var Magnús Guðmundsson flutningsmaður og framsögu-
maður þess í Nd.