Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1942, Blaðsíða 55

Andvari - 01.01.1942, Blaðsíða 55
andvari Sjálfstæðismál íslendinga 1830—1942 51 XIII. I'yrsti vetur styrjaldarinnar snerti íslenzku þjóðina fremur lítið. Menn úr öllum stjórnmálaflokkum voru samhuga um að halda landi og þjóð utan við hringiðu styrjaldarinnar, eins og 1 fyrra heimsstríðinu. Þó varð vart ýmiss konar tákna, sem hentu í þá átt, að hlutleysisaðstaðan yrði ótryggari í þessu striði en hinu fyrra. Þótti margt benda til, að Bretar hefðu augastað á að hafa hér bækistöð fyrir nokkuð af flota sínuin. Ekki bar þó til tíðinda í þeim efnum fyrr en 9. apríl 1940. Þá hertóku Þjóðverjar Danmörku og Noreg sama daginn. Ráðu- neytið var úr öllum flokkum. Alþingi sat á fundum. Stjórnin kvaddi fjóra merka lögfræðinga til að vera ráðunauta ríkis- stjórnarinnar og Alþingis við aðgerðir þær, sem leiddi af hinum raunverulegu sambandsslitum við Danmörku. Voru Valdir í þessa nefnd Bjarni Benediktsson prófessor og allir dómendur hæstaréttar, þeir Einar Arnórsson, Gissur Berg- steinsson og Þórður Eyjólfsson. Var náin samvinna með þess- ari lögfræðinganefnd, ríkisstjórninni og Alþingi. Voru nú skjót handtök, og 10. apríl, daginn eftir hernám Danmerkur, hafði Alþingi gert tvær stórmerkar ályktanir. í fyrsta lagi, að nkisstjómin skyldi „að svo stöddu“ fara með vald konungs, °S í öðru lagi, að þjóðin tæki meðferð utanríkismálanna í s>nar hendur. Þegar konungi var sagt frá þessum aðgerðum, tuldi hann þær réttmætar og eðlilegar. Vel má vera, að siðar komi i Ijós, að Alþingi hafi verið hér °t hægfara í sjálfstæðismálinu. Þegar sambandslandið var kernumið og konungur landsins raunverulega stofufangi fram- andi herþjóðar, gat verið ástæða til að stofna þegar í stað lýð- yeldi. Þá stóð svo á, að fjöturinn hafði dottið af íslendingum an þeirra tilverknaðar. Ef Alþingi hefði fellt úr ályktun sinni or<5in „að svo stöddu“, var teningunum kastað. En fyrir þess- ari framkvæmd var ekki vilji hjá meiri hluta Alþingis. Kjós- endur, sem felldu Hannes Hafstein af stóli 1908, hefðu ef til V|ll viljað stíga þetta spor þá. Nú var sá geðblær horfinn eins °g þá stóð á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.