Andvari - 01.01.1942, Blaðsíða 54
50
Jónas Jónsson
ANDVAP.I
veldið á íslandi. Yfirlýsing Alþýðuflokksins um lýðveldis-
myndun var merkileg að því leyti, að eftir 1918 höfðu stjórn-
málamenn yfirleitt sneitt hjá að tala opinberlega um skilnað,
þó að þroskaðri hluti þjóðarinnar gerði ráð fyrir, að fullkom-
inn skilnaður mundi fylgja slitum málefnasamkomulagsins.
Sú vakning, sem leiddi af umræðunum á Alþingi 1928, hafði
ekki varanleg áhrif. Skömmu síðar byrjuðu liörð átök milli
stjórnmálaflokkanna um kjördæmaskipLinguna í landinu.
Síðan fylgdi kreppan og margvíslegir atvinnuörðugleikar, sem
drógu hugi manna frá nauðsynlegum undirbúningi lokaskila
við Danmörku. Alþingi tók málið þó til nýrrar meðferðar 1937
og fól utanríkismálanefnd að vinna að undirbúningi þess, að
samhandssáttmálanum yrði sagt upp og stjórn allra íslenzkra
málefna flutt heim til landsins. Hófst nú samvinna milli Al-
þýðuflokksins, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins
um frelsismálið og stóð óhögguð til vordaga 1942. Gerðust á
þessu tímabili margir þýðingarmiklir atburðir, sem mjög hnigu
í átt til aukins sjálfstæðis. Unnu allir þrír framan greindir
flokkar að sjálfstæðismálinu eins og væru þeir ein heild. Eitt
fyrsta átakið var að víkja frá sér ósk Þjóðverja um, að þeir
mættu hefja hingað regluhundnar flugferðir. Ef Islendingar
hefðu orðið við þessum tilmælum, mundu Þjóðverjar hafa
verið búnir að koma sér fyrir með flugvöll á íslandi, þegar
styrjöldin hófst, og landið þegar frá upphafi orðið hernaðar-
vettvangur. Neitun íslendinga varð kunn um víða veröld og
þótti merki u.m gætni og framsýni. Um sama leyti tóku fræði-
menn með undarlegum rannsóknarefnum að gera sér títt um
ferðir til íslands, og vakti ákafi þeirra grunsemdir um, að hér
væru að verki þjónar frá heimsveldisforkólfum stóru land-
anna. Gerði Alþingi ráðstafanir til, að allar rannsóknir er-
lendra manna á náttúrugæðum landsins yrðu að vera fram-
kvæmdar undir eftirliti sérfróðrar, íslenzkrar nefndar. En litlu
síðar skall styrjöldin á og stöðvaði öll ferðalög af því tagi-