Andvari - 01.01.1942, Blaðsíða 81
anhvari
Fyrsta löggjafarþingið í Reykjavik
77
þús. kr. ætlaðar til undirbúnings stofnun gagnfræðaskóla á
Möðruvöllum í Hörgárdal. Eftirlaun og styrktarfé 41 þús. kr„
til visindalegra og verklegra fyrirtækja 10 þús. kr., til óvissra
útgjalda 10 þús. kr.
Tekjuafgangur var áætlaður rúml. 127 þús. kr. og skyldi
i'enna í viðlagasjóð. En í 18. gr. fjárlaganna er áætlað, að ýmis
lagaákvæði, sem samþykkt verði á þinginu, geti lækkað þá
upphæð um 60 þús. kr.
Sú var meðferð mála á Alþingi þá eins og nú, að lagafrum-
vörp voru rædd við þrjár umræður i hvorri deild, að minnsta
kosti, ef þau náðu samþykki. En fastanefndir voru eigi kosn-
ar, og var það þó raunar heimilt eftir þingsköpum. Hins vegar
voru kosnar sérstakar nefndir til að fjalla um einstök mál,
og var þó eigi ávallt gert. Greinargerðir fylgdu stjórnarfrum-
vorpum, en þingmannafrumvörpum sjaldan. Nefndir skiluðu
alitum, sem prentuð voru í þingtíðindum.
Fyrsta frumvarpið, sem fram kom frá þingmönnum á Al-
þingi, var frumv. Gríms Thomsens um að lianna þorskaneta-
lagnir í Faxaflóa fyrir 14. marz ár hvert. Var það samþykkt
þrátt fyrir liarða andstöðu þingmanns Reykvíkinga. Hið næsta
var frumv. um 3 200 kr. árleg heiðurslaun handa Jóni Sigurðs-
syni forseta. Var það flutt af nefnd þeirri í neðri deild, er at-
huga skyldi bænarskrár landsmanna til Alþingis. Var það sam-
þykkt „i einu liljóði“ í báðum deildum. Af öðrum nýmælum
þingmanna, sem samþykkt voru, má nefna: „lög um vegina á
íslandi“, lög um stofnun prestaskóla,1) lög um stofnun barna-
skóla á ísafirði og þrenn lög varðandi fjárhagsmál ríkisins.
Með vegalögunum var vegum landsins skipt í þrennt, fjallvegi,
sem ríkissjóður kostaði samkv. ákvæðum fjárlaga, sýsluvegi,
er hostaðir skyldu af sérstöku vegagjaldi, og hreppavegi, er
njota áttu skyldudagsverka verkfærra manna (% dagsverk á
•rnann). 1 fjárhagsmálum var i fyrsta lagi samþykkt að fella
niður svonefndan alþingistoll, er ætlaður var í upphafi til þing-
hostnaðar og lagður að % á fasteignir og % á lausafé lands-
1) Frumv. um stofnun lagaskóla var fellt að þessu sinni.