Andvari - 01.01.1942, Blaðsíða 34
30
Július Sigurjónsson
ANDVARI
Ef við tökum til dæmis heimili, þar sem eru hjón og þrjú
börn, 5 ára, 3 ára og 2 ára, verða neyzlueiningarnar 1,0 +
0,8 + 0,4 + 0,3 + 0,3 = 2,8, og ætti það því að jafngilda að
neyzluþörf þriggja manna heimili, ef þar væru 2 karlar eldri en
14 ára og ein kona (hér er eingöngu miðað við magn fæðunnar
í hitaeiningum). Til þess að finna neyzlumagnið á einingu
hverja, — þ. e. svarandi til neyzlu fullorðins karlmanns —, er
því í báðum tilfellum deilt með 2,8 í heildarneyzlu heimilisins.
Er þessari niðurjöfnun er lokið, höfum við fyrir okkur karl-
mannsfæði sundurliðað eftir matartegundum og magni þeirra.
Og út frá því getum við reiknað eða áætlað, livað mikið fáist
af hverjum næringarefnafloldcanna, vítamínum og steinefnum,
ef samsetning allra matvælanna er að þessu leyti kunn.
Samsetningu allra helztu matvælanna er að fá úr sérstökum
töflum, sem byggðar eru á niðurstöðum fjölda efnagreininga,
en sumar matartegundir eru breytilegar að samsetningu eftir
því, hvar þær eru framleiddar, og þarf þá að haga rannsóknum
eftir því. Á þennan hátt má fá mjög sæmilega hugmynd um
orkumagn fæðunnar og hlutföllin milli aðalnæringarefnaflokk-
anna, eggjahvítu, fitu og lcolvetna. En mildu meiru getur skeik-
að um steinefnin og einkum vitamínin, því að rannsóknir á
þeim eru ekki eins víðtækar. Magn þeirra er oft mjög breyti-
legt í sömu fæðutegund, og matreiðslan veldur oft rýrnun.
Af þessu yfirliti mun ljóst, að margir örðugleikar eru á því
að fá sanna mynd af mataræði manna, því að aðferðir þær, sem
framkvæmanlegar eru við fjöldarannsóknir, eru allónákvæm-
ar. Verður að hafa þetta í huga, er niðurstöðurnar eru athug-
aðar, og einkum verður að fara varlega í því að draga álykt-
anir af samanburði við heilsufarið. Ólíku er þar saman að
jafna, hvað rannsóknir og tilraunir með dýraeldi eru auðveld-
ari og nákvæmari. Þar er hægt að hafa fóðrið það sama dag
el’tir dag, — sömu fóðurblönduna, sem er kunn að allri samsetn-
ingu, og þarf því ekki annað en að vigta eða mæla í einu lagi
dagsskammtinn. Þá er og hægt í tilraunaskyni að gera alveg
ákveðnar breytingar á fæðublöndunni, taka í burt eitt eða fleiri