Andvari - 01.01.1942, Blaðsíða 28
ANDVARI
Um manneldisrannsóknir.
Eftir dr. med. Júlins Sigurjónsson.
Það er ekki ýkja langt síðan augu manna opnuðust fyrir
því, hve þýðingarmikið það er fyrir þjóðirnar að búa við hollt
mataræði, og að víða er mikilla umbóta þörf í því efni, þó að
hungursóttirnar svo nefndu geri ekki mikið vart við sig á
venjulegum tímum. Þekkingu okkar á sambandi mataræðis
og heilbrigði manna er að vísu í mörgu ábótavant, en svo
mikið þykjumst við vita, að liollt mataræði sé eitt af megin-
skilyrðunum fyrir eðlilegum líkamsþroska og almennri heil-
brigði og efli mjög viðnámsþrótt gegn livers konar sjúkdómum.
Við þekkjum nú orðið mörg þeirra efna, sem eltki má
skorta í fæðunni, og gerum in. a. kröfur um ákveðið lágmarks-
magn af þeim, til þess að fæðið geti talizt fullnægjandi. En
margs konar mataræði getur þar leitt að sama inarki, og
þörfin fyrir sum efnin er breytileg eftir samsetningu fæðis-
ins að öðru leyti.
Ef dæma slcal um hollustu ákveðins mataræðis, liggur bein-
ast við að athuga heilsufar þeirra, sem við það búa. Sé það
eins og hezt verður á kosið og engin merki neinna vanþrifa
eða vanþrifakvilla, ber það vott um hollustu fæðisins, hafi at-
huganirnar staðið nógu lengi. Það mun þó sjaldgæft nú á dög-
um, ef athugaður er hópur manna á ýmsu reki, að eklci finnist
ýmis merki þess, að mataræðið hafi ekki verið sem allra full-
komnast. En til þess að geta bent á, í hverju því sé helzt áfátt,
hvaða efni sé hættast við að skorti, þurfum við að fá sem ná-
kvæmastar upplýsingar um mataræðið í heild, hversu mikils
sé neytt af hverri matartegund, og þá um samsetningu þeirra.
Rannsóknir á mataræðinu, inanneldisrannsóknir, eru því