Andvari - 01.01.1942, Blaðsíða 77
ANDVARI
Fyrsta löggjafarliingið í Reykjavik
73
skrá, nokkru fjölmennara en ráðgjafarþingið og eigi kosið
með sama hætti. Þjóðkjörnir þingmenn voru 30. Voru þá upp
tekin tvimenningskjördæmi, og voru þau 11 talsins, þessi:
Gullbringu- og Kjósarsýsla, ísafjarðarsýsla, Húnavatnssýsla,
Skagafjarðarsýsla, Eyjafjarðarsýsla, Þingeyjarsýsla, Norður-
Múlasýsla, Suður-Múlasýsla, Skaftafellssýsla, Rangárvallasýsla,
Arnessýsla.
En einmenningskjördæmi voru 8:
Reykjavík, Borgarfjarðarsýsla, Mýrasýsla, Snæfellsnes- og
Hnappadalssýsla, Dalasýsla, Barðastrandarsýsla, Strandasýsla,
Vestmannaeyjar.
Konungkjörnir þingmenn voru 6 sem fyrr.
Landshöfðinginn, sem var umboðsmaður konungs hér á
landi, eða ráðherra þess, er fór með íslandsmál, átti setu á
þinginu og tillögurétt og kom þar fram sem málsvari lands-
stjórnarinnar, en atkvæði liafði hann eigi um úrslit mála.
Kosningarréttur til löggjafarþingsins var ákveðinn i 17. gr.
stjórnarskrárinnar. Þar segir svo:
„Kosningarrétt til Alþingis hafa:
a. allir bændur, sem hafa grasnyt og gjalda nokkuð til allra
stétta-----—
b. kaupstaðarborgarar, ef þeir gjalda til sveitar að minnsta
kosti 8 krónur (4 rd.) á ári;
c. þurrabúðarmenn, ef þeir gjalda til sveitar að minnsta kosti
12 krónur (6 rd.) á ári;
d. embættismenn-----------
e. þeir,. sem tekið hafa lærdómspróf við háskólann eða em-
bættispróf við prestaskólann í Reykjavík, eða eitthvert
annað þess háttar opinhert próf —------, ef þeir eru ekki
öðrum háðir.“
Aðrir höfðu ekki kosningarrétt, þótt náð hefðu kjöraldri (25
aruni), t. d. vinnumenn. Þannig var þá að þeirri stétt búið, sem
margir telja nú verið hafa einna þarfasta í landinu og mesta
eftirsjá í. Konur höfðu eigi kosningarrétt, og fengu ekki fyrr
en 40 árum síðar. Kjörfundur var háður aðeins á einum stað
1 björdæmi hverju, og var kosningin opinber.