Andvari - 01.01.1942, Blaðsíða 17
ANDVARI
Magnús Guðmundsson
13
Mörg og mikil nýmæli voru einnig í tekjuskattsfrv. því, er
Magnús lagði fyrir þingið, en tekjuskattur hafði þá verið að
nafninu til í lögum frá 1917.
Tekju- og eignarskattsfrv. var mikið verk og vandasamt og
er enn þá undirstaðan undir núgildandi tekju- og eignarskatts-
löggjöf. Við athugun þessarar löggjafar koma glögglega fram
skapeinkenni Magnúsar Guðmundssonar, gætni hans og hóf-
lyndi, samfara búhyggindum. Skattþegnana skoðaði hann líkt
og hóndinn mjólkurkýrnar sínar. Hann vissi, að þær skila þvi
aðeins árvissum tekjum, að vel sé að þeim búið, og að ein ör-
uggasta leiðin til búsveltu er að búa illa að þeim á einn eða
annan hátt.
Þann 20. jan. 1922 andaðist Pétur Jónsson atvinnumálaráð-
herra. Eftir lát hans gegndi Magnús Guðmundsson störfuin
hans þar til stjórnin sagði af sér samkv. skriflegri áskorun 22
þingmanna framsóknar- og sjálfstæðismanna (þversummanna),
en lausn frá störfum fengu þeir þann 1. marz 1922.
V.
Eftir að Magnús Guðmundsson fékk lausn frá ráðheri-astörf-
um, gerðist hann hæstaréttarmálaflutningsmaður og gegndi
þeim störfum þar til hann varð ráðherra í annað sinn. Á þess-
um árum hafði þingflokkum sjálfstæðismanna og heimastjórn-
armanna hnignað mjög, en jafnframt fjölgaði utanflokkamönn-
um á Alþingi.
Á þinginu 1923 mynduðu utanflokkamenn með sér kosn-
ingabandalag ásamt þeim fáu mönnum, er þá töldust til Heima-
stjórnarflokksins. Bandalag þetta var ahnennt nefnt „Sparn-
aðarbandalagið“. Var Magnús Guðmundsson annar aðalforingi
þess og hvatamaður að þessum samtökum. Hann hafði mjög
orð fyrir stjórnarandstæðingum í Nd. Við alþingiskosningarn-
ar 1923 náðu flestir þeir þingmenn endurkosningu, er lekið
höfðu þátt í þessum samtökum, og nokkrir bættust við.
í þingbyrjun 1924 var leitazt fyrir hjá þessum mönnurn um
sameiginlega flokksmyndun. Gekk Magnús Guðmundsson mjög
fram í því ásamt Jóni Þorlákssyni. Nokkur ágreiningur varð