Andvari - 01.01.1942, Blaðsíða 68
64
Ólafur Sigurðsson
ANDVARI
ast nær bænum, en sauðhúsin fjærst, þar sem ekki voru reglu-
leg beitarhús, marga km í burtu. Þarna var komið húsahverfi,
sem tilsýndar setti sinn svip á býlið, hlýjan og vinalegan.
Auðvitað var húsaskipun á mörgum smábýlum hagað
þannig, að fjósið var áfast við bæinn, þá hesthús og lambhús
og fleiri kofar í óreglulegri kös, en ærhús ætíð fjær. — Heldur
þótti vera kotungssvipur og kotungsbragur yfir þessum býl-
um, þótt ekki þyrfti það ætíð að vera.
Þegar litið er yfir hina gömlu húsaskipun, sést greinilega,
að á hinum betri og stærri bæjum var reynt að haga skipun
húsa þannig, að þau færu vel á túninu og hæfðu sem bezt þeim
búskaparháttum, sem stundaðir voru.
Hér að framan var drepið á það, að hinar miklu bygginga-
framkvæmdir gætu því miður ekki vakið óblandna ánægju
sökum þess skipulagsleysis, sem þar væri á. Skal nú vikið að
þessu nokkru nánar.
Áður en steinsteypuöldin hófst, byrjuðu margir bændur á
því að færa öll peningshúsin saman. Var þetta oft falleg húsa-
röð á góðum stað á túninu. Veggir þeirra húsa, er rifin höfðu
verið, hrundu brátt, urðu grasgrónir og hurfu að mestu, eða
yfir þá var sléttað, svo að þeir voru ekki til lýta á túninu.
Svo komu bæjarbyggingarnar. íbúðarhús var byggt úr stein-
steypu, oftast rétt við gamla bæinn, — fram á hlaðinu eða
sunnan við hann. — Það skásta af bænum var rifið og notað i
nýju bygginguna, svo sem stofa, slcemma, baðstofa o. fl. En
eftir stóðu ýmsir kofar, sem þá þótti hentugt að nota í bili til
að hafa þar skepnur, hey, eldsneyti o. þ. 1. En þetta „í bili“
reyndist sums staðar nokkuð langt. 10—20 ár stóð þessi kofa-
þyrping, með meira og minna hrundum veggjum, rétt við íbúð-
arhúsið, til hinnar mestu óprýði og niðurdreps þrifalegri um-
gengni á heimilinu.
Steinbyggingunum fjölgaði. Fjós var byggt og fjóshlaða,
stundum mjög skammt frá íbúðarhúsinu, stundum fast við
það. Varð þá eitthvað af gömlu kofunum að víkja. Oft var
áburðarhús byggt við þann enda fjóssins, er frá vissi íbúðar-
húsinu. Var þá bóndinn á þann hátt búinn „að byggja sig fast-