Andvari - 01.01.1942, Blaðsíða 84
ANDVARI
Alexanders saga.
Nokkur orð um þýðingu Brands biskups
og nútíðargildi hennar, m. a. fyrir „orðlist“
Halldórs Kiljan Laxness.
Eftir Sigurjón Jónsson.
í umræðum, er spunnust út af grein eftir mig, „Um auglýs-
ingaskrum og „ilmandi skáldskap““, er iit kom i Leshók Morg-
unhlaðsins i fyrra, var það að heyra á einum af dáendum hinn-
ar kiljönsku orðsnilldar og andagiftar, herra Arnóri Sigur-
jónssyni, að setning ein í „Fegurð himinsins" eftir Halldór
Kiljan Laxness væri góð og gild, af því að fáein orð í henni
koma fyrir í þýðingu Brands biskups á Alexanders sögu.1)
Þessari röksemdaleiðslu gerði ég náttúrlega full skil, en gat
þess um leið, að ég hefði ekki lesið söguna og gæti því ekki
dæmt um, hvort eða að hve miklu leyti hún ætti skilið það
mikla hrós, sem A. S. bar á hana. H. K. L„ sem þangað til hafði
ekki tekið þátt í viðureign okkar A. S. út af hinum „ilmandi
skáldskap“, heldur „legið eins og soðkæfa í skoti“, svo að notuð
sé ein að hans snjöllu samlíkingum, og látið A. S. einan um
vörnina, varð svo mikið um þessa játningu mína, að hann
trylltist hreinlega og skrifaði grein í Vísi, þann veg úr garði
gerða, að sumir af velunnurum hans a. m. k. þoldu önn fyrir.
Hann sagði þar m. a„ að ég hefði „farið fyrirlitningarorðu.m
um þýðingu Alexanders sögu, þetta mikla öndvegisverk ís-
lenzkrar málfegurðar og stílsnilldar“. Fyrir þessu var auðvitað
1) Undirstrikunin cr mín og hið óbeina orðalag, en meining A. S.
óbrjáluð.