Andvari - 01.01.1942, Blaðsíða 87
andvari
Alexanders. saga
83
framar á sumum stöðum, — í'ellst ég fyllilega á þann dóm
Arnórs Sigurjónssonar, að þýðingin sé „með ágætum“, er litið
er á málfar og stíl, enda er mér eiður sær um það, að ég hef
ekki nokkurs staðar orðið þess var, að H. K. L. hafi lært
nokkurn hlut nytsamlegan af málinu á þýðingunni.
Ekki er það heldur að efa, að Alexanders saga hefur þótt
fróðleg og skemmtileg á sínum tíma, en í augum nútímamanna
er efni hennar að flestu harla lítils virði. Sögulegan fróðleilc
er ekki að fá þar fram yfir það, að aðalsöguhetjurnar, Alex-
ander og Daríus, voru til og nokkrir aðrir af þeim, sem við
söguna koma, og að Alexander herjaði á Persaríki og lagði
það undir sig. En frá viðburðum er yfirleitt sagt á þá leið, er
tiðkaðist í riddarasögum þeirra tíma, er meistari Galterus
færði söguna í ljóð. En þá þóttu þær skipa véglegt sæti í bók-
menntum Frakklands, voru líka flestar eða allar í Ijóðum eins
°8 Alexanders saga Galterusar, þótt því formi væri ekki haldið
a neinni þeirra á norrænu (o: íslenzku) máli, fremur en á Alex-
anders sögu, er tekið var að íslenzka þær á 13. old. Einkum er
1 sögum þessum lögð stund á bardagalýsingar, og þóttu þær
að jafnaði því betri sem þær voru ýktari og lygilegri. Stór-
jygin var þá, eins og fyrr og síðar, í miklum metum og gekk
jafnvel enn þá hetur í fólkið en nú. I Alexanders sögu er ekk-
crt hirt um rétta tímaröð, hinir forau guðir og örlaganornirnar
koma þar mjög við sögu, en öðrum þræði eru stöðugt kirkju-
legar hugleiðingar og hugmyndir sprottnar upp úr kirkjuleg-
°m kenninga-grundvelli. Til dæmis má nefna, að á legstein,
er Alexander lét reisa yfir drottningu Daríusar, var, eftir því
sem sagan segir, skorin eða „skrifuð" (o: máluð) sköpunar-
saga heimsins og öll saga Gyðinga. Mátti þar sjá Adam og Evu
<>g höggorminn, brottreksturinn úr paradís, víg Abels, arkar-
smíðina, Nóaflóð og helztu viðburði úr sögu Abrahams, Isaks
<>g Jakobs og Jóseps, Mósesar, Jósúa, dómaranna, konunganna
<>• s. frv., og ekki var gleymt að sýna spádómana um Messías
G)]s. 62—651)). Þá er og í sögunni lýsing á helvíti og fundi
1) Þessi tilvitnun og aðrar hér eiga við útgáfu Árna Magnússonar
nefndarinnar 1925.