Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1942, Blaðsíða 42

Andvari - 01.01.1942, Blaðsíða 42
38 Jónas Jónsson ANDVARI og sættir sig við forustu og yfirráð erlendra manna, þá er allur heilbrigður metnaður horfinn í þvi landi, og sú þjóð er vígð ósigri og dauða. III. Ég býst að vísu ekki við, að það sé talin ástæða til að rök- styðja þessa skoðun með sögulegum dæmum, en af sérstök- um ástæðum vil ég fara nolckrum orðum um þessa hlið málsins. Enginn vafi er á því, að meginástæðan til, að ísland byggð- ist seint á 9. öld og í byrjun 10. aldar, var sú, að mjög veru- legur hluti norsku þjóðarinnar sætti sig ekki við að fá yfir sig konung og verða að greiða honum skatta. Þessir landnáms- menn yfirgáfu mildara land fyrir annað, sem var harðbýlla. Þeir fóru frá byggðu landi, með mjög verulegri menningar- arfleifð, í óbyggt land. Þeir fóru til íslands til að njóta full- komins persónulegs frelsis og til þess að fullnægja þeim metn- aði að hafa ekki yfir sér konung með miklu ríkisvaldi. Þessir menn byggðu á íslandi frumlegt og einkennilegt menningarríki. Það var lýðveldi með tiltölulega fullkominni löggjöf og dómskipulagi, en án framkvæmdarvalds. Land- námsmennirnir unnu svo mjög hinu fulla, ótakmarkaða frelsi, að þeir hættu á að hafa ekkert sameiginlegt framkvæmdarafl. Þeir vissu, að ef sett væri á stofn sameiginlegt ríkisvaid, þá gæti það orðið undirstaða að valdamiðstöð, sem þrengdi að persónulegu frelsi hinna frelsiskæru landnámsmanna. Hins vegar var feðrum þjóðveldisins Ijóst, að í þessu var fólgin hætta, og þess vegna reyndu þeir á fjölmargan hátt, svo sem með skóggangi og útlegð, að láta lögin vera i gildi án þess að búa til hið hættulega framkvæmdarvald. IV. Feðrum þjóðveldisins tókst svo vel þessi skipulagsbygging, að hún stóð með tiltölulega litlum breytingum nokkuð á 4. öld. ísland var allan þennan tíma sjálfstætt ríki og þjóðveldi. I slcjóli við frelsi og sjálfstjórn dafnaði margbreytt og full-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.