Andvari - 01.01.1942, Page 42
38
Jónas Jónsson
ANDVARI
og sættir sig við forustu og yfirráð erlendra manna, þá er
allur heilbrigður metnaður horfinn í þvi landi, og sú þjóð er
vígð ósigri og dauða.
III.
Ég býst að vísu ekki við, að það sé talin ástæða til að rök-
styðja þessa skoðun með sögulegum dæmum, en af sérstök-
um ástæðum vil ég fara nolckrum orðum um þessa hlið
málsins.
Enginn vafi er á því, að meginástæðan til, að ísland byggð-
ist seint á 9. öld og í byrjun 10. aldar, var sú, að mjög veru-
legur hluti norsku þjóðarinnar sætti sig ekki við að fá yfir
sig konung og verða að greiða honum skatta. Þessir landnáms-
menn yfirgáfu mildara land fyrir annað, sem var harðbýlla.
Þeir fóru frá byggðu landi, með mjög verulegri menningar-
arfleifð, í óbyggt land. Þeir fóru til íslands til að njóta full-
komins persónulegs frelsis og til þess að fullnægja þeim metn-
aði að hafa ekki yfir sér konung með miklu ríkisvaldi.
Þessir menn byggðu á íslandi frumlegt og einkennilegt
menningarríki. Það var lýðveldi með tiltölulega fullkominni
löggjöf og dómskipulagi, en án framkvæmdarvalds. Land-
námsmennirnir unnu svo mjög hinu fulla, ótakmarkaða frelsi,
að þeir hættu á að hafa ekkert sameiginlegt framkvæmdarafl.
Þeir vissu, að ef sett væri á stofn sameiginlegt ríkisvaid, þá
gæti það orðið undirstaða að valdamiðstöð, sem þrengdi að
persónulegu frelsi hinna frelsiskæru landnámsmanna. Hins
vegar var feðrum þjóðveldisins Ijóst, að í þessu var fólgin
hætta, og þess vegna reyndu þeir á fjölmargan hátt, svo sem
með skóggangi og útlegð, að láta lögin vera i gildi án þess að
búa til hið hættulega framkvæmdarvald.
IV.
Feðrum þjóðveldisins tókst svo vel þessi skipulagsbygging,
að hún stóð með tiltölulega litlum breytingum nokkuð á 4.
öld. ísland var allan þennan tíma sjálfstætt ríki og þjóðveldi.
I slcjóli við frelsi og sjálfstjórn dafnaði margbreytt og full-