Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1949, Page 9

Andvari - 01.01.1949, Page 9
ANDVAÍU Magnús Sigurðsson bankastjóri 5 urði og stækkað frá því, sem verið hafði, og verzluninni haldið áfram. Stendur Liverpoolshúsið enn, i svipuðu horfi og Sigurður endurreisti það, þótt nokkuð hafi það verið stækkað síðar. Þegar Magnús Sigurðsson fæddist, bjuggu for- eldrar hans í Kristjánshúsi við Fischerssund, og ólst hann síðan upp á heimilum þeirra í Reykjavík. Var Sigurður kaup- maður Magnússon valmenni, en reyndist valt veraldargengið, er hann vegna verzlunaróhappa og viðsjálla kaupunauta varð öreigi og lét af verzlun. Ólst Magnús bankastjóri síðan upp við fátækt, og verður ekki hjá því stýrt, að þess sé getið hér, því að skapgerð hans mótaðist að ýmsu leyti af þeim lifskjörum, og hinn stálminnugi maður mundi ætíð síðan, hvað fátæktin er og byrði hennar. Eru fátækir stúdentar og aðrir umkomulitlir, er siðar heimsóttu hann í bankann, þar til vitnisburðar. Á bankastjórnarárum Magnúsar var hann sæmdur mörgum heiðursmerkjum, sem ég ætla, að hann hafi metið nokkurs, en stjörnukrossinum á brjósti hans, sem blikar þótt i myrkri sé, er hann sæmdur af fátækum ínönnum, er hittu fyrir bróður og vin, þar sem hann var. Þannig var minni hans og hjartalag. Hér gætti bæði veikleika og styrkleika hins gætna bankastjóra. Heimili foreldranna var þungt og þar fyrir að sjá uppeldi liarnanna og menntun þeirra. Voru þau systkini 5: Jón Hjaltalín, er síðar varð prófessor, Magnús, Ingibjörg kennslu- kona, Guðrún, er jafnan var heilsuveil og nú er látin, og Ingvar cand. phil. og rithöfundur. Var Ingvari létt af heim- ilinu, er heiðurskonurnar Kristín Sigurðardóttir og Anna Þ. Pétursdóttir í Kristjánshúsinu tóku hann í fóstur og lcost- uðu til mennta. En nógu var samt fyrir að sjá. — Var Berg- ljót Árnadóttir kvenhetja og verðskuldar að skrást á fremstu siðu þar sem góðra mæðra er getið. Að vinna og gera það, sem hægt er, var einkunnarorð syst- kinanna. Fór Magnús ungur í vegavinnu á sumrin og lcom lieim að haustinu, útitekinn, vaxinn upp úr fötunum og svo með ltrónurnar, sem hann rétli móður sinni og komu i góðar þarfir.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.