Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1949, Side 11

Andvari - 01.01.1949, Side 11
andvari Magnús Sigurðsson bankastjóri 7 Varð Magnús málfærsluraaður við Landsyfirréttinn, og hafði hann fljótt mikið að gera. Vakti hann traust á sér fyrir giftudrjúga málfærslu. Voru honum á málfærsluárunum falin til flutnings mörg stórmál og þótti jafnan sigursæll. Um eitt skeið höfðu þeir málfærsluskrifstofu saman, Magnús og Sveinn Björnsson, sem nú er forseti íslands; biðu beggja þeirra manna stórbrotin störf í þágu lands og lýðs, og vissu- lega hefur málfærslan reynzt góður skóli til kynningar um hagi þjóðarinnar og undirbúnings því, er verða skyldi. — A fyrstu árum málfærslu sinnar (1908) hvarf Magnús frá því slarfi um stundarsakir, er hann var settur sýslumaður i Gullbringu- og Kjósarsýslu og jafnframt hinn fyrsti bæjar- fógeti Hafnarfjarðarkaupstaðar. En er embætti það var veitt, tók hann aftur til óspilltra málanna við lögfræðistörfin í Reykjavík. Gegndi hann þeim síðan óslitið þar til hann varð bankastjóri Landsbankans. Á málfærsluárum Magnúsar Sigurðssonar urðu miklar sviptingar og hörð átök um forustu Landsbankans. Mun varla verða sagt, að stefnubreytingar um verkefni bankans og starfsemi hafi valdið þessu. Hið gamla og nýja þóf stjórn- málaflokkanna og forráðamanna þeirra fann þarna vettvang til skylminganna, og gekk þá á ýmsu. Sat Magnús þar á á- horfendabekk og átti nokkurn kost á að kynnast því, er fram fór. Var hann m. a. eitt sinn skipaður til rannsóknar um ásigkomulag bankans og heimilisháttu þar. Eigi var skýrsla hans birt, en vissulega fékk hann með þessu og á margan annan hátt aðstöðu til að kynnast málefnum bank- ans, hvað að væri og hvað gera þyrfti honum til aukins vegs og frama. — Áttu ýmsir á þessu tímabili högg í annars garð, merkir og mikilhæfir menn að vísu, en eigi þess um- komnir að friða bankann til fulls eða treysta honum það virðingarsæti, er hann verðskuldaði sem þjóðbanki ís- lendinga. Eftir alþingiskosningarnar 1916 varð nokkur sveifla á flokkafylkingum Alþingis. Fyrir tilstilli „óliáðra bænda“, sem voru nýliðar á sviðinu, náði Sigurður Jónsson landkjöri og

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.