Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1949, Side 13

Andvari - 01.01.1949, Side 13
ANDVAIU Magnús Sigurðsson kankastjóri 9 Öllum má ljóst vera, hve undirtylluástand það, er Lands- bankinn átti við að búa á meðan meginseðlaútgáfurétturinn var í höndum íslandsbanka, var vansæmandi fyrir þjóð- bankann. Þótt ýmsir góðir íslendingar ættu hlut að rekstri þess banka, mátti svo kalla, að þar væri um danskt fyrir- tælci að ræða, er minnti á ýmsan hátt á hina gömlu sel- stöðuverzlun. Varð þjóðbankinn með þessari aðstöðu sem fátæklega setin hjáleiga í túnjaðri hins danska höfuðbóls hér á íslenzkri grund. Þegar Magnús Sigurðsson var orðinn hankastjóri, setti hann sér að markmiði að færa þetta til sæmandi horfs. En það kostaði rnikil átök, staðfestu og fyrirhyggju að ná því takmarki, er hann og aðrir þjóðhollir íslendingar stefndu þar að. -—■ Magnús átti aldrei sæti á Alþingi og girntist það ekki, og í ráðherrastól settist hann aldrei og vildi það elcki, en eigi að síður varð hann í áratugi liin leiðandi, sterka hönd við öll þau löggjafarstörf, er lutu að hagsmunum þjóð- bankans og virðingu þjóðarinnar á þeim vettvangi. og reynd- ist jafnan giftudrjúgur og sigursæll. Er engin tilviljun, að lagasetningar um seðlaútgáfuréttinn hófust skömmu eftir að liann varð bankastjóri og lauk með þeim árangri, er hér hefur verið drepið á. Var sá sigur íslands-máistaðarins Magnúsi Sigurðssyni öðrum fremur að þakka. Þegar seðla- útgáfurétturinn var fenginn, urðu þáttaskil í þróunarsögu banka þess, er Magnús veitti forstöðu. Annað málefni, er mjög kom til kasta Magnúsar að beita sér fyrir til betra horfs, eftir að hann varð bankastjóri, voru fjármálaviðskipti íslendinga við önnur ríki. Fram tii þessa voru Danir hinir óhjákvæmilegu meðalgöngumenn. Segir Magnús Sigurðsson svo sjálfur í samtali, er hann átti við Valtý Stefánsson, þegar hann var sextugur, og prentað er í Morgunblaðinu 14. júní 1940: „Fyrir 23 árum var fyrir Landsbankann ekki nema ein leið til, og hún lá til Dan- merkur. Lánstraust utan Danmerkur var ekki um að ræða. íslendingum var ekki trúað fyrir pening án þess að ábyrgð væri fyrir hendi frá Danmörku.“ Svipuðu máli kvað Magnús

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.