Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1949, Side 15

Andvari - 01.01.1949, Side 15
ANDVABl Magnús Sigurðsson bankastjóri 11 greina en að fela honum að koma málinu fram. Brestur hér nægan kunnugleika og einnig rúm til að skýra frá nema fáu einu um þennan þýðingarmiltla þátt í lífsstarfi Magnúsar Sig- urðssonar. — Stærstu lánin, sem hann sá um töku á, voru þessi: Enska ríkissjóðslánið 1930, að upphæð 540 þúsund sterlingspund, og annað enskt ríkissjóðslán, tekið 1935, að fjárhæð 530 þúsund pund. Voru bæði þessi lán tekin fyrir milligöngu Hamhrosbanka í London. Talsverð gagnrýni var á þessum lántökum, en hún beindist.öll gegn þeim stjórn- völdum, sem áltváðu lántökuna, en ekki gegn Magnúsi Sig- urðssyni, því að allir vissu, að engum öðrum mundi takast að ná eins hagkvæmum lánsskilmálum og honum. — Meðal margra annarra lána, er hann sá um töku á, má nefna 200 þús. punda lán, sein Landsbankinn tók árið 1924, 67 500 punda lán, er rikissjóður tók hjá Barclaysbanka 1930, og enn fremur lán, sem tekið var í Danmörku til eflingar Fisk- veiðasjóði. Með láni því, sem tekið var í Hambrosbanka skömmu eftir fyrra stríðið og fju-r var getið, hófust skipti Magnúsar við stjórnendur þess hanka, er urðu að heillavænlegu samstarfi, og byggðist það á gagnkvæmu trausti, virðingu og vináttu, sem átti sér djúpar rætur. Er þar einkum til að nefna Sir Charles Hambro, forstjóra bankans og bankaráðsmann í Englandsbanka, entist vinátta hans og Magnúsar meðan báðir lifðu. — Einnig stofnaði hann til mjög náins sam- starfs við Barclaysbanka í London, enda var hann í góðum kynnum við F. C. Ellerton, einn af þrem aðalframkvæmda- stjórum þess banka. Hann var nákunnugur mörgum af fremstu stjórnendum Englandsbanka, og var það einkum á stríðsárunum, sem þau lcynni treystust vegna mikilla við- skipta Landsbankans við þann banka. Var hann vinur Sir Montagu Norman, forstjóra bankans. í viðskiptum við aðra erlenda banka, þar sem Magnús kynntist forráðamönnunum, ávann hann sér einnig traust og vinsældir. Prúðmennska hans, rnannvit og heiðarleiki í öllum viðskiptum opnuðu honunr livarvetna dyr á slíkum stöðum. — Því var við brugðið,

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.