Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1949, Page 22

Andvari - 01.01.1949, Page 22
18 Eiríkur Einarsson ANDVARI inu ekki, og l>ar það því einkar hlýjan hug til hans og virti hann mikils. ■— Við hátíðlegt tækifæri, er Magnúsi var haldið heiðurssamsæti og margt sagt, bæði í alvöru og gamni, varð maður úr starfsmannaliði Landsbankans, er eitthvað fékkst við vísnagerð, til þess að færa bankastjóranum kvæði, og stóð í því meðal annars: „Ég veglyndari valdamann ei vitað hef, né svipað þessu saklaust hjarta í silfurref." Það, sem þarna er sagt til lofs, var maklegt, en refur var Magnús aldrei. Hitt er víst, að það var eigi hverjum hjassanum fært að rekja spor hins ráðsnjalla manns á leið hans til farsællar niðurstöðu á vandamálum þjóðar sinnar. Ekkert hrein á honum, hvorki illkynjuð ummæli, þótt mælt hefðu verið, og því síður græskulaust gamansorð eins og það, er hér var tilfært. Á stúdentsárunum var Magnús Sigurðsson eigi myrkur í máli um stjórnmálaskoðanir sínar. Talaði hann þá úr hópi hinna frjálslyndustu Islendinga, er kröfðust fulls stjórnmálafrelsis og' yfirráðarétti Dana lokið. Minnist ég þess eitt sinn á þeim árum glaðværðar og frjálshugar, er Magnús og nokkrir aðrir ungir og sama sinnis ferðuðust á sólbjörtum sumardegi i friðri sveit. Hóf hinn raddfagri frelsisvinur þá söng sinn, og varð fyrir valinu vísa Stephans G.: „Eyjan vor, þú varpar öllum böndum, verður frjáls og gengur lieilla-stig“ o. s. frv. Endurtók hann sönginn, og er víst, að þessi óskavísa var honum þá hjartans mál og ætíð síðan. Eftir að Magnús var orðinn embættismaður og lífvörður þjóðbankans, breyttist viðhorf hans að því leyti, að hin flokkslega aðstaða hans gerðist torráðin. En það verður honum aldrei fundið til for- áttu. Hann var sverð og skjöldur þjóðbankans, og ríkisstjórn- in átti þar hauk í horni, einatt þegar fjárhagsvanda bar að liöndum, hver sem sú stjórn var að hverju sinni. Ég held, að hann hafi átt það til að líta glettnu auga á leikvang hinna pólitísku skylmingamanna og sjá skrítnar sjónir i gegnum vefinn. Allan daginn söng ég fyrir þig, gat hann sagt við fósturjörðina, er dagsverkinu var skilað. Tryggð Magnúsar til vina hans og góðra málefna var við brugðið,

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.