Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1949, Side 27

Andvari - 01.01.1949, Side 27
andvahi Örgumleiði, gerpir, Arnljótarson 23 nafn hins laxdælska Víga-Hrapps í huga, er hann feðraði hinn nýja Víga-Hrapp og kallaði Örgumleiðason. Nafnið ^umarliði var sannarlega vel til þess fallið að minna á heitið Orgumleiði. Bæði nöfnin eru eins liðuð, jafnlöng og hljóma hkt, enda hafa þau sex bókstafi sameiginlega. En hér kemur °g fleira til greina. Um 1190 bjó að Tjörn í Svarfaðardal ^aður að nafni Sumarliði Ásmundsson. Fjallar einn af þátt- unx sögu Guðmundar dýra um Sumarliða og Ingimund nokk- Urn frænda hans. í upphafi þáttarins er greint frá kvenna- niálum Ingimundar og vígaferlum, sem af þeim hlutust. Heiniild þessa hefur Njáluhöfundur þekkt og haft í huga, þá er hann samdi þáttinn af Hrappi Örgumleiðasyni. Ingimund- ur er orðaður við tvær konur, svo og Hrappur. í báðum til- tellum er önnur konan ekkja, sem á gifta dóttur. Um sam- hand Ingimundar og ekkjunnar Þorgerðar á Brattavelli er homizt svo að orði: „Og síðan var hann þar mjög lengi, og vnr það mælt, að hjal væri á með þeim.“ En um Hrapp og Hallgerði er orðanna hljóðan þessi: „Hann var þó lengstum Grjótá, — það mæltu sumir, að vingott væri með þeim Hallgerði og hann fífldi hana, en sumir mæltu því í móti.“ á hinn bóginn leikur ekki á tveim tungum um viðhorf hinna hvennanna tveggja, þeirra Ásgerðar á Kálfskinni og Guðrúnar Huðbrandsdóttur, til Ingimundar og Hrapps. Víga-Hrappur vegur Ásvarð gæzlumann Guðrúnar, er hann vildi hlutast til um samskipti þeirra. Ingimundur drepur Helga prest Halldórsson í Árskógi fyrir þá sök, að hann lét 0rð falla um sambúð Þorgerðar og Ingimundar. Drápið á sér stað með öxarhöggi í stofunni í Árskógi. „Þá var karlfátt heima, og hvíldu allir menn í stofu.“ Komst Ingimundur á hlaupi undan. Hrappur vegur Ásvarð með öxi og gengur siðan í stofu Guðbrands föður Guðrúnar, „og var fátt manna i stofunni.“ Einnig hann kemst undan á hlaupi. Eftir ódæði sitt hélt Ingimundur á fund Brands biskups Sæmundssonar, »en biskup vildi ekki skrifta honum, kallar hann þess verð- an, að hann væri af lifi tekinn." Samt sendi biskup þennan fordæmda óbótamann til Sumarliða á Tjörn, og dvaldi hann

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.