Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1949, Blaðsíða 30

Andvari - 01.01.1949, Blaðsíða 30
26 Barði Guðmundsson ANDVARI nafni Víga-Hrapps og viðurnefni afa hans. Böðmóður gerpir og hóhninn Örgumleiði ættu að nægja, þvi að bak við ætt- færslu Hrapps liggja bersýnilega hugrenningar, sem varða Svarfdæli og málefni þeirra. Þótt það séu aðeins líkur, sem benda til þess, að hólminn Örgumleiði hafi legið í eða hjá Grundarengjum, er reynandi að athuga, livað kunnugt sé um Grund frá tímum Njáluhöf- undar. Það er sjálfgefið, að örnefnið Örgumleiði muni naumast hafa verið þekkt af öðrum en Svarfdælum og svo einhverjum utanhéraðsmönnum, sem aðild áttu að eignamál- um þar í sveit. I siðarnefndum flokki verður að ætla, að Njáluhöfundur hafi verið. Grund kemur tvisvar við sögu á 13. öld. Eftir Örlygsstaðabardaga lét Kolbeinn ungi Arnórs- son „heyja skuldadóm eftir Sighvat Sturluson í Eyjafirði. Var þá dæmt af örfum allt fé það er Sighvatur hafði átt, bæði lönd og Iausafé.“ Halldóru ekkju hans og Tuma syni þeirra „var fengin Grund í Svarfaðardal, og bjuggu þau þar fyrst,“ segir Sturla lögmaður Þórðarson í íslendingasögu sinni. Einnig er Grundar getið í sögu Þorgils skarða. Sið- sumars 1255 höfðu þeir þar stefnumót frændurnir Þorvarður Þórarinsson og Þorgils skarði Böðvarsson. Er komizt svo að orði: „í þenna tíma kom austan úr fjörðum Þorvarður Þór- arinsson og með honum Finnbjörn Helgason. Þorvarður sendi orð Þorgilsi, að þeir skyldu finnast í Svarfaðardal. Fór Þor- varður þingum um alla sveit og leitaði sér viðtölcu og fékk eigi. Reið Þorgils norður Heljardalsheiði. Fundust þeir á Grund i Svarfaðardal." Vart getur leikið efi á því, að Grund í Svarfaðardal hafi verið meðal þeirra jarða, sem Sighvatur Sturluson hafði átt. Þess vegna fær ekkja hans að hafast þar við eftir skulda- dóminn. Sumarið 1245, þá er Kolbeinn ungi var að dauða kominn, voru Þórði Sighvatssyni kakala „uppgefnar sveitir fyrir norðan Öxnadalsheiði og svo öll hans föðurleifð.“ Firnm árum siðar fór hann alfarinn af landi burt og andaðist í Nor- egi þann 11. olctóber 1256. Er fregnin um andlát hans barst til íslands, hóf Steinvör á Keldum, tengdamóðir Þorvarðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.