Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1949, Page 32

Andvari - 01.01.1949, Page 32
28 Barði Guðmundsson ANDVARI getað átt til viðdvalar með mönnum sínum á grafarlæksbakk- anurn í niðamyrkri og skammt frá heimilinu. Enda kemur það skýrt fram í Þorgilssögu, að Þorgils og menn lians ótt- uðust fyrirsát þarna. Bað Þorgils „menn búa sig og ríða á hvað sem fyrir væri.“ En af því mun ekki hafa orðið. Það liggur beint í hlutarins eðli, að Þorgils hafi sagt Þor- varði frá ferðalagi þessu, þá er þeir fundust á Grund. Ber það til, að Þorvarður hlýtur að hafa spurt hann eftir Hrafni, þar eð fullur fjandskapur og ófriður var þá á milli hans og þeirra Þorgils. Uin þetta þarf ekki heimilda við. Og nú vill svo vel til, að við höfum þess ljós ummerki í Njálu, að höf- undi hennar hafi verið minnisstæð laumuferð um endilangan Laxárdal á öndverðri nóttu. Þannig er að orði komizt um brottför Kaupa-Héðins og manna hans frá Hrútsstöðum: „En þegar er Hrútur var sofnaður, tóku þeir klæði sín og vopn og gengu út og fóru til hesta sinna og riðu yfir ána og svo fram Hjarðarholtsmegin þar til er þraut dalinn.“ Líkingin á milli ferða Kaupa-Héðins og Þorgils er auðsæ. Þeir gera báðir langa lykkju á leið sína og fara að næturlagi um Laxárdal af ótta við eftirreið höfðingja í Dölunr, senr tregðazt höfðu við að greiða 90 hundraða skuld. Meira að segja lrefur Þor- gils líklega konrizt franr hjá Birni og nrönnum hans nreð þvi að lrleypa yfir Laxá og frarn dalinn Hjarðarholtsnregin. Til þessa benda orð þau, er fylgt hafa hinni niðurfelldu frá- sögn af viðskiptunr Þorgils og Bjarnar: „Menn Þorgils nokkrir, þeir er riðið höfðu fyrri í náttnryrkrinu, riðu sína leið til Miðfjarðar unr kvöldið.“ Þeir virðast ekki lrafa þurft að víkja úr vegi. Síðsumars árið 1255 sitja þeir Þorvarður Þórarinsson og Þorgils skarði á Grund í Svarfaðardal og „töluðu um vand- ræði sín.“ Þar hlustar Þorvarður á frásögn Þorgils af Lax- árdalsævintýrinu. Þorvarður er þangað kominn „austan úr fjörðum" í þeim erindagerðum að gerast höfðingi Svarfdæla. Heimildir greindu frá því, að fyrrum hefðu austfirzkir menn hafizt þar til metorða og valda. Ljótólfur, bróðurson Hróð- geirs hvita landnámsmanns í Bakkafirði, gerðist goði Svarf-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.