Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1949, Page 34

Andvari - 01.01.1949, Page 34
30 Barði Guðmundsson ANDVARI ætt að telja til Hróðgeirs hvíta, og hefur Njáluhöfundi sýni- lega verið það vel kunnugt, þar eð hann lætur þá vera víg- sakaraðila eftir Örlyg. Nú er Þorvarður Þórarinsson höfðingi Vopnfirðinga og situr á G(rund í Svarfaðardal. Og þessi Vopn- firðingahöfðingi frá Hofi er vígsakaraðili gegn flokki Svarf- dæla, er hlutdeild höfðu átt í vígi Odds bróður hans í Geld- ingaholti veturinn áður. Það kemur ekki á óvart, þótt Þor- varður Þórarinsson minntist í senn Vopnfirðinga sem vig- sakaraðila, Hróðgeirs hvíta, Breiðdals, Böðmóðs gerpis, hins laxdælska Víga-Hrapps og hólmans. Örgumleiða, er hugurinn hvarflaði til stefnumótsins á Grund. Það er heldur ekki fjarri lagi, þótt honum jafnframt hefði dottið Örlygsstaðabardagi í hug og þá mannsnafnið Örlygur, þegar minningarnar um Grundarfundinn og vafstrið út af arfleifð Sighvats Sturlu- sonar ónáðuðu hann. Er óhætt að ganga út frá því sem gefnu, að þessir viðburðir hafi verið hlekkjaðir saman í hugskoti Þorvarðs, svo náið sem orsakasambandið var þeirra á milli og afdrifaríkt í lífi hans sjálfs. í Njáluhandritum eru aðeins tveir þrettándualdarmenn nafngreindir. Annar er Kolheinn ungi, og er hans getið á allt annað en virðulegan hátt eða vingjarnlegan. Hinn er Þor- varður Þórarinsson, en lians getur einungis í tveimur hand- ritum og er talinn með ágætustu mönnum landsins. Leikur ekki efi á því, að nafn hans er innskot afritara, sem líklega hefur vitað, hver söguna samdi. Enda er eldra handritið, sem nefnir Þorvarð, frá fyrri hluta 14. aldar, eða um það bil einum mannsaldri yngra en frumrit Njálu. Á hinn bóginn er það berlega liöfundurinn sjálfur, sem minnist Kolbeins unga. Hefur Örlygsstaðabardagi og afskipti Kolbeins af erf- ingjum og arfi Sighvats Sturlusonar vissulega valdið því. Og hér kom Grund i Svarfaðardal við sögu í frásagna- og minn- ingatengslum við fall Sighvats á Örlygsstöðum, hrakninga ckkju hans og Svarfaðardalsför Þorvarðs. Á Grund ræddi hann einmitt við „arftaka" Kolbeins unga og um arfleifð Sig- hvats. Þess vegna má það athygli vekja, er maður með nafn- inu Örlygur „Örlygsson Hróðgeirssonar hins hvíta“ er látinn

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.