Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1949, Page 36

Andvari - 01.01.1949, Page 36
32 Barði Guðmundsson ANDVARI Ijótarson. Segir hann, að Hákon konungur hefði spurt dráp Eyjólfs Þorsteinssonar. Fór ívar með lconungsboðskap. Hafði hann út konungsbréf til Þorgils. Var það þar á, að hann hefði skipað Þorgilsi Eyjafjörð til fyrirvistar og allar sveitir þaðan norður til fjórðungamóts, þar eð Þórður Sighvatsson var þá andaður. Gengu þá allir bændur undir Þorgils og játtu honum til yfirmanns. Eftir andlát Þórðar kallaði Steinvör Sighvatsdóttir sér hérað í Eyjafirði og landið á Grund og aðr- ar eignir, þær er Þórður hafði átt, því að Þórður átti engin börn skilgetin, en Steinvör var skilgetin systir hans.“ Útkoma ívars erindreka með skipunarbréf konungs til Þor- gil skarða er einn þeirra atburða, sem hlaut að verða Þor- varði Þórarinssyni ógleymanlegur, svo örlagaríkur sem hann reyndist honum. Þá er herferðin gegn Eyjólfi Þorsteinssyni var ráðin á fundinum að Rauðsgili 13. júlí 1255, virðist það hafa verið fastmælum bundið milli þeirra frænda, Þorgils og Þorvarðs, að þeir skyldu styðja hvor annan til valda í Norð- lendingafjórðungi. Átti Þorgils að hljóta Skagafjörð og Húna- vatnsþing, en Þorvarður héruð norðan Öxnadalsheiðar, ef veldi Eyjólfs yrði hnekkt. Hinn 20. júlí, daginn eftir Þverár- bardaga, var fundur haldinn við Djúpadalsá í Eyjafirði. Leit- aði Þorvarður sér þá viðtöku sem héraðshöfðingja Eyfirð- inga, en hlaut hinar daufustu undirtektir af bænda hálfu. „Þótti honum Þorgils eigi verið hafa tillagamikill." Mun svo ekkert markvert hafa gerzt í þessu máli fyrr en í september, er Þorvarður og Þorgils fundust að Grund i Svarfaðardal. „Töluðu þeir um vandræði sin og áfelli það, er biskup lagði á þá Þorgils. — Var Þorvarður þá hinn blíðasti, og fór þá með þeim frændum vingjarnlega. Sagði Þorvarður Þorgilsi, um hvað hann ætti að vera, og héraðsbændur þóttu honum mjög vera tvídrægir, en bislcup fjandskaparfullur við sig.“ Sama sumarið sem þeir frændur Þorgils og Þorvarður töl- uðust við á Grund í Svarfaðardal um héraðsstjórn í Eyja- firði og Þorvarður var „hinn blíðasti“, kom ívar til íslands með konungsbréfið til Þorgils. Skýrir Sturla Þórðarson i Hákonarsögu þannig frá erindrekstri hans hérlendis: „ívar

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.