Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1949, Síða 48

Andvari - 01.01.1949, Síða 48
44 Hákon Bjarnason ANDVARI skörðin. Fyrir því má ætla, að víða um land hafi skógarnir í öndverðu eigi verið síðri en hinir stórvöxnustu friðuðu skóg- ar eru nú. Nytjar þær, sem forfeður okkar höfðu af birkiskóginum, voru fjölmargar, þó að birkiviðurinn gæti hvergi fullnægt öll- um viðarþörfum þeirra. Birkiviður er lítt nothæfur til húsa- smíða, en margs lconar áhöld og innanstokksinuni má smíða úr honum. Til eldiviðar er hann fráhær, og eins eru birki- viðarkol hitamikil og drjúg. Beitin í skógana hefur forðað margri skepnunni frá hordauða, og þangað var oft sótt lim í harðindum til þess að treina lífið í nautpeningnum. Hrossin hafa á stundum orðið að leggjast á lim og stofna til þess að halda lífi. En birkiskógurinn veitir öðrum gróðri hlíf og skjól og varð- veitir frjósemi jarðvegsins betur en nokkuð annað. Og loks ver liann jarðveginn gegn spjöllum af vindi og vatni, og er slíkt ekki minnst um vert. íslenzkur jarðvegur. Jarðvegurinn hér á landi er mjög frá- brugðinn jarðvegi Skandínavíu. Hér er fokjarðvegur, mynd- aður af áfoki ofan af hálendi landsins, en á hálendinu veðr- ast bergtegundirnar mjög ört sakir tíðra hitabreytinga. Fokjarðvegi er mjög hætt við uppblæstri, ef hann missir þá hlífð, sein birkiskógurinn veitir honum. Afleiðingar skógaskemmda verða því alltaf, fyrr eða síðar, uppblást- ur jarðvegsins, nema á þeim stöðum, þar sem vatnsagi er svo mikill, að mýrar og deiglendi myndast eftir eyðingu skógar- ins. Vatnsþörf skóga er mjög milcil, og útgufun laufblað- anna verkar á sama hátt og jarðvegurinn væri lokræstur. Og það er yfirleitt ekki nema á flatlendi, þar sem aðrennsli vatns er mikið, að mýrar geta haldizt til langframa, er skóg- ur breiðist út. Ýmsir hafa haldið því fram, að hér væri víða um eins kon- ar hringrás að ræða, að því er snertir allan gróður. Kenning þeirra er í fám orðum á þá leið, að þegar land er örblásið ofan á mel, þá nemi nýr gróður smám saman landið að nýju,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.