Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1949, Page 51

Andvari - 01.01.1949, Page 51
andvari Framtíð skógræUtar á Islandi 47 Um gróðri. Og af þeim 17 000 ferkm eru um 1 000 ferkm 'axnir kjarri eða lágum skógi. Fyrrum hefur langtum meira land borið gróður, og ekkert ^1 því til fyrirstöðu, að hér hafi að minnsta kosti verið '■4 000 ferlcm gróins lands, áður en uppblástur hófst að ráði. vel má hugsa sér, að hið gróna land undir 400 metra hæð hafi verið enn stærra. Þá hefur skóglendið einnig verið milclu 'íðlendara, því að birldð hefur verið aðalgróðurinn hvarvetna, neina á flatasta mýrlendinu. Þeir íslendingar, sem nú byggja þetta land, mega og eiga að vita, að flatarmál gróðurlendisins er nú minna en helm- lngur þess, sem það var í upphafi. Og auk þess er gróður- jendið, sem eftir er, langtum rýrara en það var upphaflega, þvt að þúsund ára búseta samfara eyðingu þess gróðurs, sem varðveitti frjósemina, hlýtur að hafa rýrt mjög kosti lands- lns- Er íslendingum því nauðugur sá kostur að rælcta upp ereydd lönd og bæta þann gróður, sem enn er hér, samtímis PVi að flytja hingað allan þann nytjagróður, sem að gagni 11111 koma í framtíðinni. Annars er hætt við, að þjóðin hafi niͰS takmörkuð Iífsskilyrði í landinu, þegar fram liða stundir. Aðdragandinn að skógrækt. Af endurreisnaröldu þeirri, sem gekk yfir Danaveldi á 18. öldinni, barst nokkur golu- Pytur út til íslands. Einstaka menn fóru þá að hugsa um hag ands og þjóðar, hvernig bæta mætti neyðarástand hins for- somaða lands, kongl. majestas til loflegrar dýrðar og íbúum Pess til ábata. Séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal var einn at m®rkustu mönnum aldarinnar. Hann lagði mikla stund á aUs konar ræktun nytjajurta og var furðu heppinn með til- ■uunir sinar. Meðal annars fékk hann fræ af barrtrjám til andsins, en sú ræktun mistókst, sem vonlegt var, þvi að ann gróf fræið um fet ofan í jörðina til þess að vetrarfrostin Mðu þvi ekki að fjörtjóni. Úr þvi að fjölhæfasti garðyrkju- niaður aldarinnar lét slíka skyssu henda sig, þá var varla að '^enta mikils árangurs hjá öðrum. 4

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.