Andvari - 01.01.1949, Qupperneq 52
48
Hákon Bjarnason
ANDVARI
Skúli Magnússon fékk barrplöntur til Viðeyjar, og tórðu
þær í nokkur ár, unz þær vesluðust upp. Nokkrir aðrir munu
hafa reynt Htils háttar ti! að gróðursetja tré, þótt lítið viti
menn um slíkt nú. Eina tréð, sem gróðursett var á þessari
öld og enn hjarir, er reynirinn framan við svonefnt Laxdals-
hús á Akureyri. Mun hann vera gróðursettur árið 1797 af
Lever kaupmanni á Akureyri.
Eggert Ólafsson, Ólavius og' nokkrir aðrir benda á nauð-
syn þess að koma í veg fyrir frekari eyðingu birkiskóga. Af þeim
orsökum munu nokkrar konunglegar fyrirskipanir bafa verið
gefnar út til þess að hefta skógaspjöll, og enn fremur voru
gefin út fyrirmæli um gróðursetningu skóga. Slíkar fyrir-
skipanir komu ekki að neinu haldi, eins og högum manna
var háttað þá.
Á 19. öldinni miðaði einnig skammt í þessum málum. Mörg-
um góðum og merkum mönnum var ljóst, að eitthvað yrði að
gera, en þekking manna og geta var mjög naum. Var því
lítið aðhafzt fyrr en líða tók að aldamótunum. Að vísu má
ekki gleyma þeim Skriðufeðgum, Þorláki Hallgrímssyni og
Jóni Þorlákssyni Kærnested. Þeir settu niður mcrg tré við
Eyjafjörð, og lifa sum þeirra ennþá.
Árið 1888 kom út lítil bók eftir séra Jón Bjarnason, prest
í Vesturheimi. Nefndist hún „ísland að blása upp“. Séra Jón
var greindur maður og athugull, og hann hafði hleypt heim-
draganum, farið til Ameríku og kynnzt ýmsu, sem ritað var
á enska tungu um landspjöll og skemmdir skóga. Sá hann
skjótt, að sömu lögmál gilda á íslandi og annars staðar um
samhengi og jafnvægi i ríki náttúrunnar. Skrifar hann svo
ágætar lýsingar á eyðingu landkosta og jarðvegs á íslandi sam-
kvæmt því, er hann hafði sjálfur séð og heyrt. Ritgerð séra
Jóns er mjög merk og ekki sízt af því, að þetta mun hið fyrsta,
sem ritað er á íslenzlcu, er sýnir sambandið milli búsetu og
uppblásturs. En séra Jón dregur allt of víðtækar álvktanir
af niðurslöðum sínum. Hélt hann því fram, að enginn mann-
legur máttur gæti forðað landinu frá því að leggjast í auðn
sakir uppblásturs. En séra Jóni er nokkur vorkunn, því að á