Andvari - 01.01.1949, Side 54
50
Hákon Bjarnason
ANDVARI
inn til þess að gegna störfura skógræktarstjóra, en þeir
Stefán Iíristjánsson, Einar E. Sæmundsen, Guttormur Páls-
son og Sumarliði Haildórsson urðu skógarverðir hver í sínum
landsfj órðungi.
Meðan Flensborg starfaði hér, var einkum lögð stund á
gróðursetningu erlendra trjátegunda á nokkrum stöðum. Girð-
ingarnar á Þingvöllum og við Grund í Eyjafirði höfðu verið
settar upp árin 1898 og 99, en girðingin við Rauðavatn var
sett upp árið 1902. Enn fremur voru girt smásvæði í Hall-
ormsstaðaskógi og Vaglaskógi, þar sem setja átti upp gróðrar-
stöðvar. Var hafizt handa um að planta ýmiss konar trjáteg-
undum i girðingarnar, bæði barrtrjám og lauftrjám.
Er störf þessi hófust, var við ýmsa örðugleika að etja.
Miklum erfiðieikum var bundið að afla fræs frá nægilega
norðlægum stöðum. Mikið skorti á um nægilega góða þekk-
ingu á veðurfari landsins. Og þá voru mönnum ekki nærri
eins ljós skilyrði þau, sem hlíta verður við flutning trjáteg-
unda milli landa, eins og siðar. Svo var og lieldur engin
reynsla fengin um gróðursetningu í íslenzka mold. Allt þetta
iiggur nú ljósara fyrir en þá, og því er auðvelt að sjá, hvað
misráðið var í upphafi.
Svo virðist sem lielzt hafi verið haliazt að þvi að sækja trjá-
tegundir til þeirra staða, þar sem vetur væru langir og
strangir, en minna virðist hafa verið skeytt um hita og lengd
vaxtartímans. Og sakir erfiðleika, sem voru á útvegun fræs,
varð oft að grípa til þess að taka fræ og plöntur frá langt of
suðlægum stöðum.
Meðal þeirra tegunda, sem fluttar voru hingað á fyrstu ár-
unum, voru þessar; Fjallafura, cembrafura, hvitgreni, ierki,
blágreni og skógarfura. Heimkynni fjallafurunnar er i Alpa-
fjöllunum, og þvi er þessi tegund vön meginlandsveðurfari.
Cembrafuran er ættuð úr Síberíu og austanverðu Rússlandi.
Fræ, sem hér var sáð, kom alla ieið austan frá Jakutsk. Hvít-
grenið, sem liingað kom, var ættað úr austanverðu Canada,
en þar eru sumur heit og nokkuð löng. Lerkið er ættað úr
Síberíu og Rússlandi, en ekki vita menn nú, hvaðan elztu