Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1949, Page 58

Andvari - 01.01.1949, Page 58
54 Hákon Bjarnason ANDVARI þær yfirleitt nokkru meiri en Iiér, en í Noregi aðeins minni. Á Suðurlandi er meðalársúrkoma frá um 1200 og upp í 2000 millímetra, en á Norðurlandi mun hún vera nálægt 500 til 700 mm. í Alaska kemst úrkoman víða yfir 2000 mm við ströndina, en lækkar ofan í 600 við botn Cooksfjarðar. 1 Norður-Noregi er úrkoman við ströndina nálægt 1000 mm, en lækkar ört, er inn i landið kemur. Til þess að gefa sem gleggst yfirlit um veðurfar þessara héraða fara hér á eftir töflur yfir meðalhita hvers mánaðar á nokkrum stöðum í hverju landi. Þar er einnig sýndur með- alhiti sumarmánaðanna fjögurra, júní—september, og sam- anlagður hiti mánaðanna apríl—október. í öðrum töflum er greint frá úrkomu hinna sömu staða. Staðirnir, sem greint er frá i Alaska, liggja allir við sjó fram. Yakutat er skammt austan við mynni Vilhjálmsflóa, Cordova er suðaustan við mynni flóans, en Valdez inni við botn hans. Seward er hær syðst á Kenaiskaga og Homer er utarlega við austanverðan Cooksfjörð. Stöðvarnar í Norður-Noregi eru flestar á ströndinni eða á eyjum skammt undan landi, nema stöðin í Fagerlidal, sem er inni í miðjum Maalselvdal. íslenzku stöðvarnar eru allar af Suðurlandi, nema Akur- eyri. Æskilegt hefði verið að hafa mælingar úr innsveitum norðanlands, en slíkar mælingar eru ekki tií. En eigi getur minnsti vafi leikið á því, að sumarhitinn stígur hærra bæði syðst suður í Eyjafirði og í Fnjóskadal heldur en á Akur- eyri. Hins vegar getur vaxtartiminn verið skemmri á þeim slóðum, en hversu miklu kann að muna, er ómögulegt að leiða getum að. Þegar flytja á trjátegundir milli staða, hefur reynslan sýnt, að mest veltur á því, að meðalhiti vaxtartímans sé svipaður eða hinn sami. Enn fremur verður sams konar veðurfar að vera á báðum stöðunum, þvi að erfitt er að fá meginlandstré til þess að vaxa við sjó og öfugt. Við samanburð á veðurfari tveggja staða er fyrst litið á meðalhita sumarmánaðanna, júní—september, en svo er og samanlagður hiti mánaðanna

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.