Andvari - 01.01.1949, Side 63
andvari
Framtið skógræktar á íslandi
!>í)
skaga. Þær hafa daí'nað ágætlega, bæði i Fossvogi við
Reykjavík, í görðum einstakra manna og á Tumastöðum í
F'ljótshlíð. Síðar hefur komið hingað fræ frá ýmsum héruð-
um við Vilhjálmsflóa og af Ivenaiskaga, en plöntur af því
'ræi eru allar ungar enn. Vaxa þær yfirleitt ágætlega vel.
í*ess má geta, að sitkagrenið frá Kenaiskaga, sem vaxið hefur
íl bersvæði á Tumastöðum í 5 ár, hefur aldrei látið hið
minnsta á sjá vegna veðurs, og kal er alveg óþekkt enn sem
komið er. Þó hafa sum vorin verið köld og þurr. Á. Hall-
°rnisstað hefur sitkagrenið vaxið siðan 1938, en því miður
niJÖg hægt. Orsökin getur ekki verið önnur en sú, að þar er
aHt of lítil úrkoma fyrir grenið. Bendir það í þá átt, að ræktun
sitkagrenis sé hæpin norðan lands og austan, þar sem úr-
koman er miklu minni en sunnan lands.
Fjallaþöll (Mountain hemlock, Tsuga mertensiana, Sarg.)
ei mjög harðgert en nokkuð seinvaxið tré. Hún vex á sömu
smðum og sitkagrenið, en víkur alls staðar fyrir þvi á frjó-
soniustu og skjólsælustu stöðunum. Hins vegar vex hún alls
staðar ofan við það í fjöllum og nær lengra inn í landið, þar
sem úrkoman mir.nkar. Fjallaþöllin er mildu harðgerari en
sitkagrenið, og því er ræktun hennar trygg, bæði þar sem
sitkagrenið þrífst og eins þar, sem sumur eru styttri og úr-
konia minni. Fyrir því er ekki minnsti vafi á, að þessi tegund
getur átt mikla framtíð hér á landi. Viður þallarinnar er
harður, en nokkuð stökkur. Fyrsta fjallaþallarfræið barst
bingað til lands árið 1944, og eru plöntur af því enn mjög
smáar. Er þvi engin reynsla enn fengin fyrir vexti fjalla-
þallar hér, en ekki þarf að efa, að hún muni reynast vel. Því
miÖur eru enn aðeins til fáein hundruð plantna þessarar teg-
undar, og því mun enn löng bið, áður en unnt verður að
gróðursetja hana í stórum stíl.
Hvítgreni (Picea canadensis, Mill.) vex niður að sjó við
Cooksfjörð. Annars er þetta meginlandstré, sem vex yfir þvert
meginland Norður-Ameríku. Gæði viðarins eru lík rauðgreni-
VlÖi- Hvítgrenið er miklu smávaxnara og seinvaxnara en
sitkagrenið. Sennilega mundi það gefast vel á Norðurlandi,