Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1949, Side 64

Andvari - 01.01.1949, Side 64
60 Háköji Bjarnason ANDVAIU þar sem úrkoma er of lítil fyrir sitkagrenið. Nokkuð af fræi af Kenaiskaga hefur verið flutt hingað 1945 og 1948. Marþöll (Tsuga heterophylla, Sarg.) vex vfirleitt á sömu slóðum og sitkagrenið. Hún vex þó ekki lengra vestur en að vesturströnd Vilhjálmsfióa. hetta er mjög hávaxið tré og hraðvaxta. Gæði viðarins eru mikil, og þykir marþöllin laka grenivið fram í ýmsu, en hefur alla hans kosti. Nokkuð af l'ræi fékkst af marþöll í fyrra ættað af austurströnd Vil- hjálmsflóa. Þessi trjátegund ætti að geta vaxið hér sunnan- lands, Jmr sein sitkagrenið Jjrífst. Auk þessa eru ]>rjár aðrar barrviðartegundir í Alaska, sem sjálfsagt er að reyna að afla fræs af, J>ótt það hafi ekki tekizl lil J)essa. Eru ])að fjallaþinur (Abies lasiocarpa, Nutt.), contortafura (Pinus contorta, London) og alaskasedrus (Chamecyparis nootkatensis, Spach.). Þinurinn kvað vaxa norður af Vilhjálmsflóa og upp af Skagway, og |>angað ætti að sækja fræ af honuin. Hann er talinn mjög harðger og sæmilega hraðvaxta. Viður hans er meyr og ekki jafnending- argóður og greniviður. Contortafura vex víða hátt til fjalla um héruðin ofan við Juneau. Hún er fremur lítið tré, 16—20 metrar á hæð, en er talin harðgerasta furutegund Ameríku. Viður hennar er ágætur smíðaviður. Alaskasedrus vex með sjó fram vestur að mynni Vilhjálmsflóa. Þetta er allstór- vaxið tré, og' viður J)ess er mjög endingargóður, þótt mjúkur sé. Sedrusinn vex við lík skilyrði og marþöllin og ætti því einnig að geta vaxið liér. Svartgreni (Picea mariana, Mill.) er enn ein barrviðartegund á Jæssum slóðum. Það vex ein- göngu á fúamýrum, þar sem önnur tré geta ekki J)rifizt. Það er lágvaxið og seinvaxið og er J>ví ekki mjög eftirsóknarvert. Samt hefur ofurlitlu af fræi þess verið sáð hér, en plönturnar vaxa ákaflega hægt. Þessi trjátegund getur áreiðanlega lifað hér, en um arð af henni vérður varla að ræða. Frá Alaska er því lcostur á að fá 4 tegundir barrviða, sem allar eiga að geta vaxið hér og myndað nytjaskóg. En auk ]>ess eru þrjár aðrar, sem einnig mun unnt að rækta víða um land. í framtíðinni ættum við J)ví að eiga kost á 7 teg-

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.