Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1949, Page 69

Andvari - 01.01.1949, Page 69
an-dvari Framtíð skógræktar á íslandi 65 algengt fyrirbrigði á Norðurlöndum, og er talið, að skortur á saltpéturssýru muni valda því. En þegar trén eru á annað horð farin að vaxa, halda þau ótrauð áfram, nema þau verði fyrir einhverju áfalli. í skóglendi er þessi vaxtartregða á fyrstu árunum fremur sjaldgæf. Mælir þetta lika með því að i-aka skóglendi umfram annað land til skóggræðslu. Og enn ei' eitt, sem er mikils virði við skóggræðslu. í skóglendi má lioinast af með um þriðjungi færri plöntur á hverjum hektara lands en á berangri. Ef gróðursetja á barrtré í sæmilega hávaxinn birkiskóg, þarf aðeins um 4000 plöntur á hvern hektara. Að öðrurn kosti l'arf 6000—8000 plöntur í sömu landstærð. Verðmæti þeirra Plantna, sem þannig væru settar í skóglendi, er þá frá þúsund °g upp í tvö þúsund krónur á hverjum hektara, og fer Það eftir því, hvort notaðar eru þriggja eða fimm ára plöntur. Gróðursetningin er mjög einföld, en hún þarf að vera gerð Jueð alúð. Duglegir og vanir menn geta sett niður um 400 plöntur á degi, og þar sem gróðursetningarskilyrði eru góð, ei'U dæmi til, að menn hafi sett 600 á einum degi. En rétt Þykir að áætla ekki meira en 250—300 plöntur i dagsverkið, °g er slíkt meira en nóg meðan menn eru óvanir. Ef gert er ráð fyrir, að maðurinn setji niður 250 plöntur a degi, þá fara 16 dagsverlc í gróðursetningu hvers hektara. Með 70 króna dagkaupi verður þá gróðursetningarkostnaður x 120 krónur á hektarann. Kostnaður við gróðursetningu grenis í einn hektara lands yrði þá með þeim kostnaði, sem hár hefur verið nefndur, alls um 3120 krónur. Nú mun mörgum vera forvitni á, hvernig þetta muni bera S1g fjárhagslega, þegar reikna verður með vöxtum og vaxta- vöxtum af stofnkostnaðinum. Arðurinn af skógrækt veltur mjög á því, hver viðarvöxtur- mn er. íslenzka birkið getur vaxið um 2 teningsmetra viðar nrlega á hverjum hektara lands, þar sem skógur er í góðri rækt, eins og hann er beztur á Vöglum og Hallormsstað. Barr-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.