Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1949, Síða 70

Andvari - 01.01.1949, Síða 70
66 Hákon Bjarnason ANDVARl trén geta öll gefið meiri við og sum hver miklu meiri. í Troms- fylki vex skógarfuran um 2—4 teningsmetra árlega, þegar hún er vel hirt, og ætti hún að ná að minnsta kosti sama vexti liér, ekki sízt fyrir þá sök, að vaxtartíminn hér er aðeins lengri en þar. Rauðgrenið vex töluvert örar en furan, og má gera ráð fyrir 3—5 teningsmetra vexti árlega. En sitkagrenið vex ennþá hraðar, þegar úrfelli er mikið og loftraki nægur. Lerkið mun vaxa svipað og sitkagrenið, þegar slcilyrðin eru góð. Þótt trén séu meira en heila öld að ná fuhum þroska, þá verður að grisja skógana með nokkurra ára mijlibili. Fellur þá nokkur viður i hvert sinn. Viður sá, sem fellur við fyrstu og aðra grisjun, er grannur og verðlitill, en er aldurinn færist yfir skóginn, aukast tekjurnar af grisjun. Þegar skógurinn er um eða yfir miðjan aldur, munu tekjurnar samanlagðar geta numið gróðursetningarkostnaðinum með vöxtum og vaxta- vöxtum. Ef við hugsum okkur, að maður gróðursetji skógarfuru í einn hektara lands, þá má reikna út, hversu arðurinn fellur og hve mikill hann verður, svo framarlega að fara megi nærri um vöxt skógarins og verðmæti viðarins. Setjum því svo. að kostnaður við gróðursetningu í hektara lands verði 3500 krón- ur. Má ekki minna vera en að reiknað sé með 4% vöxtum og vaxtavöxtum frá gróðursetningardegi. Verð viðarins, sem fellur við grisjun og síðar, mun hæfilega áætlað 200 krónur á hvern teningsmetra. Að vísu er ekki kostur á að segja, hvernig viðarverðið muni verða eftir hundrað ár. En viðar- verð hefur farið síhækkandi í hlutfalli við aðrar vörur und- anfarna áratugi, og öll líkindi mæla með því, að það muni enn fara hækkandi um langt skeið. Og loks skulum við áætla vöxt skógarins 2,5 teningsmetra viðar árlega, en slíkt er mjög i hóf stillt. Þegar skógurinn er 50 ára, munu alls hafa fengizt um 7400 krónur í hagnað af grisjun. En gróðursetningarkostnaðurinn mundi þá nema um 8000 krónum, jafnvel þó að grisjunarliagn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.