Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1949, Page 73

Andvari - 01.01.1949, Page 73
andvari Framtíð skógræktar á íslandi 69 inæli. Og þótt nokkuð skorti enn á, að við séum sjálfbjarga hvað kartöflur snertir, þá er slíkt ekki jurtinni að kenna, heldur lélegum ræktunaraðferðum. Glöggur maður hefur sagt, að þar, sem unnt sé að rækta kartöflur, megi ávallt rækta barrskóg. Þetta er hárrétt, nema að því leyti, að víða má rækta barrviði, þar sem veðurfar er of kalt fyrir kartöflur. íslendingum er mikil nauðsyn á, að atvinnuhættir þeirra verði sem allra fjölþættastir. Ef við viljum búa áfram í land- inu, er okkur skylt að bæta landið og auka gróður þess eftir megni. Verðum við að kosta kapps um að rækta nytsaman og ijölbreyltan gróður, til þess að arðurinn verði mikill. Hér er kostur á að rækta allt að 10 tegundir barrviða til nytja. Er slíkt mikið happ, því að fjölbreytni í viðavali gerir það auð- veldara að fylla viðarþarfir þjóðarinnar að miklu leyti. íslendingar nota nú um 65 þúsund teningsmetra viðar á hverju ári, og er óhugsandi, að sú viðarnotkun minnki. Held- nr mun hún vaxa, eftir því sem þjóðinni fjölgar, og ef til vill mun hún vaxa örar, því að engin þjóð í Evrópu mun nota Jafnlítinn við á hvern íbúa sem íslendingar. Innflutnings- verðmæti viðarins og annars, sem unnið er úr viði, nemur milli 10 og 20 milljónum króna á hverju einasta ári. Nú er sýnt, að viðarskortur muni aukast mjög í heimi hér á næstu áruni og áratugum. Vafalaust mun því hvers konar viður hækka mjög í verði í hlutfalli við aðrar vörur. Væri þá gott að geta gripið til skóga í landinu. Viðarskortur hefur staðið íslendingum fyrir þrifum frá upphafi vega. Og sakir þess, hve viður er dýr hér á landi, en hann er helmingi dýrari hér en víðast annars staðar, þá er cnn meiri ástæða til þess að bæta úr þessum vandræðum eftir föngum og getu. Á nokkrum stöðum hér á landi hafa ágætis barrviðir sprott- ið úr íslenzkum jarðvegi. Hafa sumir þeirra vaxið jafnvel og i heimkynnum sinum. Sýnir slíkt betur en allir útreikningar, hvað unnt sé að gera. Árangurinn af fyrstu kartöfluræktinni

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.