Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1949, Side 76

Andvari - 01.01.1949, Side 76
72 Bergsveinn Skúlason ANOVAIiI varpstöðvarnar. Lundinn er spakur um þetta leyti, enda feitur og þungt um flugið. Ef hann sezt upp á lágar eyjar og stórar í logni, má oft reka hann inn i holurnar. Hann treystir þá betur virki sínu niðri i jörðinni en vængjunum og vegum loftsins. Það verður honum þó oftast til falls. Þeir, sem heimsækja lundann, eru sjaldnast í neinum friðarhug. Þegar svo ber undir, reka þeir hann ofan í jörðina og drepa hann svo hundruðum eða jafnvel þúsundum saman. Heldur er það þó sjaldgæft, að lundinn gefi svoleiðis færi á sér. En þegar hann er drepinn þannig fyrir varptímann á vorin, er það lcallað lundafar. Eftir að hafa dvalið við varpstöðvarnar nokkurn tíma eftir heimkomuna úr vetrarferðalaginu, hverfur hann aftur jafn- skyndilega og hann kom. — Venjulega sitja þó eftir nokkrir einrænir einstaklingar. Oftast er það þó ekki fyrr en undir fardaga, sem það ferðalag hefst, og er kallað fardagaflan. Upp úr fardögunum kemur svo lundinn alfarið, og hefst þá varpið. Ekki er liægt að telja lundann til bjargl'ugla í Breiðafirði. Aðeins þar, sem holurðir eru meðfram klettum, verpir einn og einn fugl. Annars grefur hann holur sínar inn í evjarnar og verpir þar. Holurnar grefur hann svo þétt, þar sem jarð- vegur er gljúpur, að vart verður fæti stigið niður milli þeirra. Það er lundabalinn. Og undir yfirborðinu er lunda- balinn eins og víravirki eða þéttriðið net, því sjaldnast gref- ur lundinn holuna beina, heldur afhýsi hér og þar út lir henni. Og tíðast eru einhverjar götur milli bæjanna í þeirri undirheimabyggð. —•. Lundabalinn grær fyrr en önnur jörð á vorin og stendur grænn langt fram á vetur. Hann er frjó- samur, vegna hins milda áburðar, sem til fellur í lunda- bvggðinni, og ylsins frá líkama fuglsins. — Lundinn á aðeins eitt egg, hvítt að lit, og verma hjónin það til skiptis. Það tekur hann langan tíma að unga egginu út og ala ungann upp. Unginn liggur i ómerkilegu lireiðri við botn holunnar, þangað til hann er orðinn alfiðraður og fleygur. Þangað til færa foreldrarnir honum fæðuna heim í

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.