Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1949, Page 77

Andvari - 01.01.1949, Page 77
andvari Um lunda og kofnafar 71í bælið. Fæðan er eingöngu síli: Trönusíli, smásíld og þorsk- seiði. — Talið er, að unginn þrífist bezt af trönusílinu. Bezt kofnaár er þvi, þegar mikið af trönu er í firðinum. Lundinn virðist vera ósköp latur fugl og makráður að eðiisfari. Timum sanian situr hann á sjónuin í námunda við cyjarnar, án þess svo mikið sem að nenna að stinga sér eftir sdi, eða hann flýgur upp á eyjarnar og sólar sig þar allan oaginn. Hann hlýtur því að sýna mikla sjálfsafneitun og fórnfýsi við uppeldi afkvæmisins, þar sem hann þarf að vera á sífeildu flökti fram og aftur um heitasta tíma ársins txl að afla þvi fæðis. En umhyggjan og fórnfýsin knýr hann til starfa. Og hann dregur ekki af sér. Tuttugu til þrjátíu trönusíli ber hann í nefinu í einu og raðar þeim á víxl þann- ^g, að haus og sporður vita ávalit saman. Lundinn er snill- ^ngur í því að raða síli í nefið á sér, og munu fáir fuglar leika það eftir honum. En skæðan óvin á lundinn, sem situr um hann í hverri veiðiför. Kjóinn situr á klöppunum og ræðst iðulega á móti nonum, þegar hann kemur hlaðinn að landi, og hrifsar af Lonum veiðina. Má þá vesalings kofan í holunni svelta, en lundinn leggja af stað í nýja veiðiför. Fálkinn er líka skæður óvinur lundans. Hann sækist ekki eftir að ræna hann öðru en lífinu. Á blíðviðrisdögum, þegar Lindinn situr uppi og á sér einskis ills von, á fálkinn það til, eftir frækilegt flug ofan af landi, að renna sér leiftur- snöggt yfir lundabreiðuna, slá einn fuglinn í rot og setjast svo að ljúffengri máltíð. Er hann að vísu vel að henni kom- uin, eftir svo skörulega árás, en ailur lundaskarinn flýr í ufboði út á sjó og hættir sér ekki upp á eyjarnar nokkra stund á eftir. — Ég hef hugmynd um, að fálkanum bragð- !st lundinn ákaflega vel. Líklega er hann mesti kjörréttur dans, næst rjúpunni. Aragrúi af lunda er við Breiðafjarðareyjar á sumrin, tugir þúsunda fram vfir það, sem á egg eða unga í lioluin. Skortir og ekki samhjálp á bænum þeim, ef eitthvað ber út af. Það

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.