Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1949, Síða 78

Andvari - 01.01.1949, Síða 78
74 Bergsveinn Skúlason ANDVARI er haft fyrir satt, að ef annar lundinn úr holu sé drepinn eða verði fyrir slysförum, þá komi óðar annar og hjálpi þeim, sem eftir lifir, við útungun og uppeldi ungans, svo að hann missi einskis í við fráfall foreldrisins. — Fyrir- myndar samfélag víða í ríki náttúrunnar. — Venjulega er lundaunginn ekki fiðraður fj'rr en upp úr miðjum ágúst — 17 eða 18 vikur af sumri. — Kofan búin, eins og það er kallað. Hefst þá undirbúningurinn undir kofnafarið. Oft er þá milcið um að vera, þar sem mikil kofnatekja er. Allir, sem vettlingi valda, fara í kofnafarið. — Karlmennirnir leggja frá sér orf og Ijá og ltvenfólkið hrífuna. Allt annríki heyskaparins er gefið upp á bátinn. Karlmennirnir fara að brýna kofnagoggana og járnin, sem höfð eru að vopni í þeirri viðureign, sem í hönd fer. Kven- fólkið hýr sig undir að reyta kofuna. Svo fær það ærinn starfa við að bæta og staga fatagarma af karlmönnunum, scm notaðir eru við þetta verk, en annars ekki hversdagslega. Einkum þarf að ganga vel frá hnjám og olbogum á fötunum, því að á þeim mæðir mest, þegar menn velta sér og skríða á lundabölunum. Húsbóndinn þarf að bregða sér í útieldhús og draga þar niður hangikjötskrof og magála — venjulega ])að síðasta af ársforðanum — og í hjalla, til að sækja þang- að harðfisk og hákarl. Kaffi og sykur er haft í frekara lagi; og svo munu flestir lcofnafarsformenn, a. m. k. meðan kofna- tekjan stóð með mestum blóma, hafa dregið að sér einhverja lögg af brennivini og haft með í kútholu, til að hressa menn sina á, ef illa vildi til með veður eða þá í lok kofnafarsins, ef allt gckk að óskum. — Nestið í kofnafarið var aldrei skorið við nögl; en kæmi slíkt fyrir einhvers staðar, þótti það ekki auka hróður heimilisins. Þegar svo öllum útbúnaði var lokið, var báti ýtt úr vör og lagt af stað í úteyjar. — Lundi verpir aldrei svo neinu nemi í byggðum eyjum. Hann er styggari og varari um sig en svo. Sjálf kofnatekjan hefst á því, að kofnamennirnir raða sér á lundabalann, sem hyrja skal að taka í, fara hljóðlega og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.