Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1949, Page 87

Andvari - 01.01.1949, Page 87
andvari Alþýðumenntun og skólamál á íslandi á 18. öld 83 stjórnin biskupunum á íslandi um þetta efni og beiddist til- tagna þeirra og áiits um endurbætur á stólsskólunum. Jón biskup Árnason svaraði með allýtarlegu bréfi árið eftir. En Jafnfranit ritaði Jón Þorkelsson skólameistari í Skálholti langt aiitsskjal um þetta efni, og er þar að finna ýmsar ágætar upp- lýsingar um Skálholtsskóla á þessum tíma. Árið 1735 var málið vakið upp á.ný með bréfi stjórnarinnar til stiftamt- nianns, þar sem honum var boðið að ráðgast við biskupana skólamál landsins, en þetta Ieiddi til þess, að Jón biskup Árnason ritaði á ný ýtarlegt bréf um almennt fræðsluástand 1 landinu og þar með um barnaskóla. Skorti nú ekki á, að fyrir lægi glögg vitneskja um skólahagi landsins alla. Líkast hefði þó allt setið í sama horfi enn um nokkra hríð, ef ekki hefði við nolið öflugra hvatninga manns, sem hafði sett sér framar öllu öðru að vinna að endurbótum í þessum el'num °S lét þar ekkert til sparað, sem í hans valdi stóð. Árið 1737 lét Jón Þorkelsson af skólameistarastarfi í Skál- holti og flutlist til Kaupmannahafnar. Er þá til sögunnar kom- lnn sá maður, er mest kvað að í íslenzkum skólainálum á fyrra hluta aldarinnar og mestu kom til leiðar um þau efni. Hér verður ekki nánara skýrt frá uppruna og æviferli þessa merk- 1S.nianns’ en vísað til þess, sem um hann er ritað í VI. bindi Sögu íslendinga. Jón Þorkelsson var alvörumaður mikill, skapstór og hneigður til þunglyndis, guðrækinn í anda heit- h'úarmanna, en að upplagi harðlyndur og átti því oft í þungu sh’iði við sjálfan sig, er á rákust sterkar andstæður í skapferli hans og trúar- og siðgæðiskenningum þeiin, er hann hafði hrifizt af og vildi þjóna af trúmennsku. Hann var lærður vel nð hætti þeirrar aldar og hafði mikla lcosti til að bera sem shólamaður. Árið 1737 vék hann sem fyrr segir frá Skálholts- shóla, meðfram vegna málareksturs, er hann vafðist í við hrynjólf Sigurðsson lögsagnara, síðar sýslumann í Árnessýslu, er af því hófst, að Brynjólfur taldi, að skólameistari hefði yaklið því, að skólapiltar tveir hefðu brugðið vistráðum við sig. * þann tíð var ekki ólítt, að skólapiltar réðu sig í þjónustu syslumanna, til aðstoðar við þá á þingum o. fl., um þann tíma,

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.