Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1949, Side 88

Andvari - 01.01.1949, Side 88
84 Þorkell Jóhannesson ANDVAUI er skóli var ekki haldinn. En Jón, sem var maður mjög siða- vandur, taldi slikt óhollt ungmennum og fór ekki dult með álit sitt á uppeldisáhrifum sukksamra þingaferða sýslumanns. Nú þótt mál þessi jöfnuðust með nokkrum hætti stórvand- ræðalaust, vildi Jón ekki vera lengur við skólann, enda féll þeim Jóni biskupi ekki alls kostar vel saman, báðir ráðríkir og stórir i broti og máttu því trauðlega saman þola. Sigldi Jón til Kaupmannahafnar og gekk bráðlega í þjónustu kirkju- stjórnarráðsins. Þar var þá miklu ráðandi Peder Hersleb bisk- up, ötull merkismaður, er lét sér mjög annt um skólamál og almenna fræðslu. Átti Hersleb biskup mestan þátt í þvi, að ferming barna var lögboðin í Danmörku og Noregi 1736. Lög þessi gerðu að sjálfsögðu ráð fyrir því, að öll börn nytu fræðslu i kristnum fræðum til fermingarinnar, og urðu þau því bein- linis til þess að lyfta undir hreyfingu þá, sem hafin var víða í þessum löndum um stofnun barnaskóla. Hér á landi var ferming barna samkvæmt þessum lögum ekki á komið fyrr en 1741. Slík lagasetning var mjög að skapi Jóni Þorkelssyni, því að hann bar barnafræðsluna fyrir brjósti eigi síður en fræðslu stúdenta og prestsefna. En um leið og prestunum voru lagðar á herðar brýnni skyldur en áður um fræðslu ung- menna, kom auðvitað mjög til álita, hvort menntun sjálfra þeirra væri svo farið, að þeir væru vel til slíks hæfir. Um Skál- holtsskóla mátti Jóni Þorkelssyni kunnugt vera, er hann hafði gegnt rektorsembætti þar í 9 ár. Þar hafði a. m. k. ekki brostið á kostgæfni rektors né biskups. A Hólum var verr ástatt, en þar var þá skólameistari Sigurður Vigfússon, er kallaður var íslandströll, óhentugur skólamaður og miður vel lærður. Hér sem jafnan var mikið undir forstöðu komið, en hvað sem því leið, var efalaust, að fyrirkomulag skólanna var úrelt í mörgum greinum og t. d. alls ekki sniðið sem þurfti eftir þeim kröfum, sem nú bar að gera til prestanna sem fræðara þjóðarinnar. Þegar Jón var orðinn starfsmaður kirkjustjórnarráðsins, átti hann hægt með að koma á framfæri gagnrýni sinni á stólsskólunum íslenzku og öðru, er varðaði stjórn kirkjumála

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.