Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1949, Blaðsíða 88

Andvari - 01.01.1949, Blaðsíða 88
84 Þorkell Jóhannesson ANDVAUI er skóli var ekki haldinn. En Jón, sem var maður mjög siða- vandur, taldi slikt óhollt ungmennum og fór ekki dult með álit sitt á uppeldisáhrifum sukksamra þingaferða sýslumanns. Nú þótt mál þessi jöfnuðust með nokkrum hætti stórvand- ræðalaust, vildi Jón ekki vera lengur við skólann, enda féll þeim Jóni biskupi ekki alls kostar vel saman, báðir ráðríkir og stórir i broti og máttu því trauðlega saman þola. Sigldi Jón til Kaupmannahafnar og gekk bráðlega í þjónustu kirkju- stjórnarráðsins. Þar var þá miklu ráðandi Peder Hersleb bisk- up, ötull merkismaður, er lét sér mjög annt um skólamál og almenna fræðslu. Átti Hersleb biskup mestan þátt í þvi, að ferming barna var lögboðin í Danmörku og Noregi 1736. Lög þessi gerðu að sjálfsögðu ráð fyrir því, að öll börn nytu fræðslu i kristnum fræðum til fermingarinnar, og urðu þau því bein- linis til þess að lyfta undir hreyfingu þá, sem hafin var víða í þessum löndum um stofnun barnaskóla. Hér á landi var ferming barna samkvæmt þessum lögum ekki á komið fyrr en 1741. Slík lagasetning var mjög að skapi Jóni Þorkelssyni, því að hann bar barnafræðsluna fyrir brjósti eigi síður en fræðslu stúdenta og prestsefna. En um leið og prestunum voru lagðar á herðar brýnni skyldur en áður um fræðslu ung- menna, kom auðvitað mjög til álita, hvort menntun sjálfra þeirra væri svo farið, að þeir væru vel til slíks hæfir. Um Skál- holtsskóla mátti Jóni Þorkelssyni kunnugt vera, er hann hafði gegnt rektorsembætti þar í 9 ár. Þar hafði a. m. k. ekki brostið á kostgæfni rektors né biskups. A Hólum var verr ástatt, en þar var þá skólameistari Sigurður Vigfússon, er kallaður var íslandströll, óhentugur skólamaður og miður vel lærður. Hér sem jafnan var mikið undir forstöðu komið, en hvað sem því leið, var efalaust, að fyrirkomulag skólanna var úrelt í mörgum greinum og t. d. alls ekki sniðið sem þurfti eftir þeim kröfum, sem nú bar að gera til prestanna sem fræðara þjóðarinnar. Þegar Jón var orðinn starfsmaður kirkjustjórnarráðsins, átti hann hægt með að koma á framfæri gagnrýni sinni á stólsskólunum íslenzku og öðru, er varðaði stjórn kirkjumála
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.