Andvari - 01.01.1949, Blaðsíða 89
andvahi
Alþýðinnenntun og skólamál á íslandi á 18. öld
85
°S svo almenna fræðslu í landinu. Þegar Steinn biskup Jóns-
son á Hólum andaðist undir árslok 1739 og til umræðu kom,
bvern skipa ætti í sæti hans, var það tillaga Jóns að skipa
crlendan mann i embættið. Hefur sú afstaða hans hlotið mis-
JAfna dóma og verið metin honum til ræktarleysis við land sitt
°g þjóð. Aðrir telja, að með þessari fráleitu tillögu hafi hann
Vjljað draga það á {anginn, að skipaður yrði maður i bisk-
npssæti á Hólum, meðan tillögur hans um endurbætur á skól-
tinum og öðru, er við kom biskupsembættunum, lágu í salti.
hn kalla mátti, að allfast væri eftir því sótt, er tveir prestar
heiman af íslandi sigldu til Kaupmannahafnar 1740 til þess
að reyna að krækja í biskupsembættið, þeir Halldór Brynjólfs-
^on, siðar biskup, og Björn Magnússon, siðar prestur á Grenj-
aðarstöðum. Víst er, að í samráði við Jón Þorkelsson benti
hirkjustjórnarráðið á lausn á þessu máli, er ríkisstjórnin féllst
siðan á og fullkomlega svaraði tilgangi Jóns og vilja og mætti
þvi vera runnin beint frá honum sjálfum. Var ákveðið, að
sijórnin sendi trúnaðarmann sinn hingað til þess að kynna
ser af eigin raun hagi skólanna og svo kirkjustjórn og kristni-
hald í landinu. Þessum trúnaðarmanni skyldi falið að fara
oieð biskupsvald í Hólabiskupsdæmi um sinn. Valinn var til
sendifarar þessarar danskur prestur, Ludvig Harboe, síðar
hiskup í Þrándheimi og á Sjálandi, hinn ágætasti inaður fyrir
hlestra hluta sakir, en aðstoðarmaður hans, meðan hann
dveldist á íslandi, var ráðinn Jón Þorkelsson. Skyldi nú séð,
hversu haldgóðar reyndust lýsingar hans á högum skólanna,
°8 hversu tillögur hans til umbóta hæfðu háttum og högum
a íslandi. Var Jón Þorkelsson tregur þessarar farar og bar
Vlð heilsubresti, en fékk þó ekki undan þessu skorazt. Sjaldan
niun ólíkari mönnum hafa skipað verið til svo vandamikils
°g langvaranda samstarfs. Harboe var inanna mildastur, en
glöggskyggn mjög á menn og málefni, þrautgóður og fast-
lyndur. Jón var ákafamaður, harðlyndur og þó veikgeðja í
senn. Er mjög skemmtilegt að athug^i það, hvernig bráðlæti,
ahafi og harka Jóns mildast, svignar og mýkist við áhrif
Harboes, svo að allt fellur loks í ljúfa löð, er í upphafi horfði