Andvari - 01.01.1916, Qupperneq 31
Andvari.] Jóhannes Júlíus Ilavsteen amtmaöur.
23
látinn, sömu orð haíði jeg líka sett í þá fáorðu ævi-
minningu, er jeg ritaði um hann í Lögrjettu, sem
kom siðar urn daginn, en minning Jóns liirtist. Jeg
slepti því þeim orðum úr, af því það gat litið út
sem eptirherma, en ummælin eru rjettmæt. Engan
íslenzkan mann hef jeg þekt, sem fremur hefur ált
það skilið að vera nefndur »grand seigneur« á gamla
vísu, en Júl. Havsteen; en til þess að vera nefndur
svo, þarf eigi einungis ytri prúðmensku, lieldur og að
vera skyldurækinn, duglegur, heiðarlegur og vandað-
ur maður að öllu leyti, og einmitt alt þetta einkendi
hann. Hann var maður, sem ekki vildi vamm sitt
vita; að hann um leið var góður maður, er það Ijós-
ast vitni, live barngóður hann var; hann gat varla
svo sjeð barn, einkurn ef hann þekti það, að hann
ekki viki hlýlegu orði að þvi, eða klappaði á kollinn
á því. Að eðlisfari var hann mjög bráðlyndur og
geðríkur, eins og þeir lleiri frændur hafa verið, en
hinsvegar var hann manna sáttfúsastur og það er
víst, að þó hann reiddist við menn, ljet hann það
aldrei hafa áhrif á athafnir sínar sem embættismaður,
og enga óvini, eða fáa hygg jeg, að liann hafi átt
um ævina.
Meðan hann enn var aðstoðarmaður í stjórnar-
ráðinu ytra, gekk liann að eiga, 12. júní 1880, fröken
Johanne Margrelhe, dóttur Otto Westengaard, síðast
ofursta í Kaupmannaliöfn. Hjónaband þeirra varð
mjög farsælt, enda er hún ágætlega gáfuð og ment-
uð kona, sem í alla staði fylti það sæti, er liún átti
að skipa við hlið manns síns, ekki sizt meðan þau
hjón bjuggu fyrir norðan, og sú skylda lá á þeim
hjónum vegna embættis hans, að taka við bæði inn-
lendum og útlendum gestum. Þau hjón eignuðust