Andvari - 01.01.1916, Qupperneq 109
Andvari,]
Bréf Gisla Hjálmarssonar.
101
heldur eigum vér enn þá eflir að verða þrælar þeirra
alla ævi — en það verðum vér efalaust með óstjórn
þeirri, sem menn vilja bjóða oss — og eins og þeir
vilja nú ei heyra kvartanir okkar um fjárliagsefnin,
þá munu þeir enn síður framvegis vilja heyra þær,
en brúka fé þessa lands viðlíka og áður, til að bæta
launum við verstu áþjánarsmiði landsins, kaupa og
láta byggja yíirvöldum hús, leyfa þeim svo að nokkr-
um árum liðnum að selja þau fyrir V« verðs, ef
þeir geta — eins og ljós er vottur á Laugarnesi og
Gáfunni1) —.... Þetta og þúsund verra vilja þessir
vitru menn kalla gott og Iáta ekki opna kjaftinn á móti.
Það kann að vera, að stjórn vor auki ei álögur, þó
hún megi ráða fyrst í 10 á2) 15 ár, en hún er allt
af að láta smáselja klaustur- og kongsjarðir; andvirði
þeirra gerir hún engan reikning fyrir, en tekur upp
í lán sín, og það svarar svo sem 20 lil liæst 25
ára tíma, að hún á þenna hátt er að eyða öllu fast-
eignargózi landsins. Þá mega menn gleðjast, sem
lifa þann tíma, og þá er gaman [að vitaj, hvort hik-
að verður á sköttunum. — Eg veit, guð hefir ráð
á að reisa allt við, en fyrir vitibornum manneskjum
mun hann nií i veraldlegum efnum þeirra varla gera
kraftaverk3), en það kalla eg, ef hann lætur steykta
gæs fljúga í munn því líkra viðbjóða af ónyljuskap
og þó stórmennsku, sem við erum orðnir, íslendingar.
Eg hefi enn aldrei heyrt hik á Jóni Sigurðar-
syni; nú missir hann sem nafni hans Guðmundsson
embættisvon sína; hann segir þó: »Þetta væri nú
ekki nema gaman, ef menn vissu, að fólkinu væri
1) P. e. Friðriksgáfa á Möðruvöllum í Hörgárdal.
2) Þ. e. til.
3) Undirstr. hér.