Andvari - 01.01.1916, Blaðsíða 113
Andvari.]
Um landsréttindin.
105
það án þess að annara manna réttur haíi verið fyrir
borð borinn.
Ekkert af þessu dugir í þessu sambandi gagn-
vart Dönum, með því að það er þrautreynt, að þeir
vilja ekki, eins og kunnugt er, á neinn hátt viður-
kenna það, að þeir hafi ekki haft rétt til þess að
gefa út Stöðulögin.
FjTÍr þessar sakir að þessi leið til þess að Iosna
undan oki Matzenskenningarinnar hefir þannig ekki
fræðilega (teoretisk) borið neinn árangur í Danmörku,
lagði eg það því lil 1914 (sjá ísafold frá l.júlí 1914)
að lagt væri út á nýja braut í málinu, og var tillaga
mín í því fólgin að farið væri fram á það við dönsku
stjórnina, að liún gæfi oss blátt áfram einu sinni
fyrir alt skýra og ákveðna fullnaðarviðurkenningu
fyrir óskoraðri og fullkominni löghelgi sérmálanna
eða Alþingismálanna.
Var þessi lausn þá í mínum augum bæði ein-
föld og vandalaus með því að því hefir, svo sem
kunnugt er, margsinnis verið lýst yfir frá danskri
hálfu, að þeir vilji ekki á neinn hátt grípa inn á
sérinálasviðið, heldur sé það fastur ásetningur þeirra
að láta oss þar að öllu jafnan sjálfráða.
En nú með því að enginn stjórnmálamanna
vorra eða Dana hefir viljað verða til þess að taka
þessa tillögu mína upp, hefi eg því hugsað málið
betur og við það komist að þeirri niðurstöðu, að
kenningu Matzens um sveitarstjórnarlöggjafareðli
Stöðulaganna muni vera um það að kenna.
Hefi eg því, þar sem eg nú einu sinni hefi tekið
mér það fyrir hendur að reyna til þess að hafa á-
hrif á málið, séð mig tilknúðan að taka það til með-
ferðar á lögskýringa-grundvelli Matzens, og hefir