Andvari - 01.01.1916, Qupperneq 143
Andvari,]
Skafti lögsögumaður Póroddsson.
135
ið hafi staðið gegnum báða fætur Skafta; enda er Skafti
eflir litla stund kominn í flokk Snorra goða og hlaupa
Jieir milli þeirra, svo að þeir náðu eigi að berjast. Verið
getur, að Skafti haíi dottið, því að lionum hafi orð-
ið bilt, og liafi þá hlaupið að einliverjir menn, er
nærri voru, og farið með liann inn í búð sverðskriða,
svo að honum yrði engin meiri hætta búin. Verið
getur, að Skafti hafði orðið lítið eitt sár, og spjótið
komið í annan fót hans, en mikið mun ekki hafa að
•orðið. Spjótskotið styðst við kviðling Snorra, er rjett
mun vera feðraður. Söguritaranum hefur verið í nöp
við Skafta, af því að hann vildi ekki veita þeim Ás-
grími lið, hvorki fyrra skiftið nje liið síðara, og hef-
ur garnan af því að segja söguna svo, að Skafti verði
hlægilegur og hann hafi vanvirðu af. Hafi Skafti
orðið sár, þá er líklegt, að liann hafi Iátið þann á-
verka niður falla, svo að eigi yrði úr æsing og ó-
spektir, og unnið það til friðarins meðal manna, og
er það þá honum til lofs, og virðingu sinni heldur
hann fullkomlega eftir alt saman, er nú hefur verið
sagt frá um hríð eftir frásögn Njálu.
Skafti Þóroddsson kemur allmjög við Grettis-
sögu. Það er fyrst að segja, að með Ásmundi liæru-
lang, föður Grettis, óx upp maður sá, er Þórgils hjet,
og kallaður Máksson. Hann var náskyldur frændi
Ásmundar og gerðist gildur bóndi og aðdráttarmaður
mikill. Hann fann eilt sumar hval á almenningum á
Ströndum og gekk þegar á skurð og fjelagar hans.
En þá komu þangað þeir fóstbræður Þórgeir Há-
varsson og Þórmóður Kolbrúnarskáld, og heimtuðu
hálfan hvalinn hæði skorinn og óskorinn eða þann
allan, er óskorinn var, en Þórgils bauð þeim þann
að helmingi, er óskorinn var. Þeir hörðust út úr