Andvari - 01.01.1916, Síða 145
Andvari.l
Skafti lögsögumaður Póroddsson.
137
nokkuð í brún, er hann sá hann, en Skafta þakkaði
hann sinn velgerning. Glámur kom norður um haust-
ið og tók við fjárgeymslunni og varð honum lítið
fyrir því. Hann var hljóðmikill og dimmraddaður,
og fjeð stökk alt saman, þegar hann hóaði. Eigi vildi
Glámur til kirkju koma; hann var ósöngvinn og trú-
laus, stirfinn og viðskotaillur; öllum var hann hvim-
leiður. Af honum þarf eigi ineira að segja; öllum er
kunnugt, hversu siðar fór. En eigi kemur það mál til
Skafta. Hann hafði fengið bónda sauðamanninn,
þann er ætla mátti, að starf sitt mundi svo af hendi
leysa, að við mætti una, og það skifti mestu máli.
Þá er Þórir í Garði sótti það af kappi á alþingi
(1016), að Grettir yrði sekur ger um land alt, sök-
um þess er hann hafði inni brent sonu hans í Nor-
egi, þá svaraði Skafti svo því máli: »Yíst er þetta
ilt verk, ef svá er, sem þetta er sagt; en jafnan er
hálfsögð saga, ef einn segir, því at fleiri eru þess
fúsari, at færa þangat, sem eigi berr betr, ef tvent er
til; nú man ek eigi leggja órskurð á, at Greltir sé sekr
görr um þetta at svá göru«. En eigi fjekk Skafti við
þetta ráðið, því að Þórir gekk fast að og var höfð-
ingi mikill og vinsæll af mörgu stórmenni. En þetta
svar Skafta sýnir, hversugætinn hann var og sannsýnn,
og að hann vildi styðja Gretti með tillögum sínum,
enda var hann tryggur vinur Ásmundar hærulangs.
En hjer varð hann að láta undan síga fyrir ofurefli.
Það er kunnugt, að Þórbjörn öxnamegin drap
Atla á Bjargi, bróður Grettis, fyrir engar sakir. Grettir
var þá eigi á íslandi, en er hann kom út, drap hann
Þórbjörn öxnamegin og son hans, og gerðist þetta
hvorttveggja árið 1016. Árið eftir kærði Þóroddur
drápustúfur um víg Þórbjarnar á alþingi, því að hann