Andvari - 01.01.1889, Qupperneq 12
6
Jeg hef tekið þetta fram til þess, að sýna kjark
Sigurðar, þegar hann var barn 16 ára að aldri. J>etta
leikur enginn, sem ekki hefur bæði hugrekki og vilja.
En það er í þessu sem öðru viljakrapturinn, sem gefur
sigurinn.
TJm sumarið fjekk Sigurður 300 kr. upp í arf ept-
ir föður sinn, er alls átti að nema um 600 kr. fetta
var nóg til þess, að hann gæti lifað þetta árið, en það
var lítið upp í 2000 dalina, sem faðir hans hafði talað
um, og því þurfti hann að fá eitthað meira.
Úr 1. bekk í listaskólanum fór hann upp í 3. bekk,
og þótti það fáheyrt. Jón Sigurðsson og fleiri íslend-
ingar gengust þá fyrir samskotum handa honum, sem
alls munu hafa orðið um 400 kr. Dálítinn styrk hafði
hann frá stjórninni, en samt hafði hann næsta lítið. En
hvort sem það var mikið eða lítið, þá var hann þó á
listaskólannm næstu ár. J>ar gekk honum einkar vel,
svo að margir fjelagar hans öfunduðust ylir, en Sigurð-
ur var óhlííinn í orðum, og var enginn vinur rnargra
þeirra.
|>að varð þó ekki málaralistin, sem varð æfistarfhans,
og því vil jeg eigi fara mörgurn orðum um liana. J>eg-
ar hann var búinn að vera nokkur ár á listaskólanum,
fór hann að mála myndir með olíulitum af ýmsurn ís-
lendingum1), er þá voru í Höfn; mynd af sjálfum sjer
málaði liann, og setti hana á myndasýningu í Höfn, og
þótti myndin prýðisgóð. Svo voru námsárin á enda.
En einmitt þessi tími er einhver hinn hættulegasti
fyrir listamenn. J>egar menn koma af skólanum, er
undir því komið, að þeir geti haldið áfram við list sína,
og unnið sjer eitthvað til frægðar.
1) Meðal annars málaði liann myml af Arnljóti presti á
Baegisá. Einu sinni var sú mynd út í glugga á gamla spitalan-
um. Gekk Bjarni rektor þáframhjá, hugðisthann sjá Arnljót
í glugganum og túk ofan fyrir honum með mestu virktum.