Andvari - 01.01.1889, Side 26
20
þurfamenn og þvingunarhús fyrir þá, sem sýna þrjósku
og óreglu. pessi hús gjöra mikið gagn bæði beinlínis,
en þó einkum óbeinlínis. jaannig segir Eilert Sundt1
frá einu atviki, sem sýnir áhrif þeirra. I prestakalli
einu í Norvegi var reist vinnuhús, og áttu 70 menn af
þeim, er voru á sveitinni, að fara í það. En þeir
komu þangað að eins 12, liinir, 58 að tölu, fóru að vinna
fyrir sjer.
í Svíaríki eru lög um fátækra málefni frá 9. júní
1871, og eru það hin nýjustu og nákvæmustu fátækralög,
er vjer höfum sjeð. J>ar er ákveðið, að þegar eiuhver fær
fullkomið stöðugt uppeldi (tneðgjöf) (átnjuter full for-
sörjning, liviken ej blott tilfállig ar), þá hafi fátækra-
stjórnin fjárhaldsmanns- og húsbóndavald (málsmans och
husbonderátt)yfir þeim manni. Með þessu hefur fátækra-
stjórnin bæði ráð yfir efnum lians og viunukrapti. Ilúsbónda-
vald ltef'ur fátækrastjórnin enn fremur yfir öllum, sem
fá einhvern fátækrastyrk fyrir sig sjáifa, eða sem fá
fyrir konu eða barn yngra en 15 ára fullkomið upp-
eldi og stöðugt, eða þótt það sje ekki stöðugt, ef leti
eða hirðuleysi er um að kenna, og gildir þá húsbónda-
valdið, þangað til þessi styrkur er að fullu endurgoldinn
sveitinni aptur, (35. gr. 1—3. tölul.).
Húsbóndavaldið getur fátækrastjórnin fengið öðrum
í hendur, og honum fylgir rjettur til að aga. Efþurfa-
maður, sem er undir húsbóndavaldi, sýnir þrjósku eða
hirðuleysi, og hann er yngri en fimmtán ára, má veita
honum Jíkamlega ráðningu, en, ef hann er eldri, má í
þess stað draga við hann mat, eða, ef hann er vinnu-
fær, setja hann í þvingunarvinnuliús. (35. gr. 3.—4.
tölul. og 41. gr. 2. tölul.)
Ef einhver fær fullkomið og stöðugt uppeldi af
sveit, þá eiguast sveitin allar þær eigur, sem hann á,
1) Frásögn lians stendur í norska tímaritinu Folkevennen,
en sú bók er hjer eigi til, og verður því eigi vísað á stailinn í
ritinu, þar sem orb E. Sundts sfanda.