Andvari - 01.01.1889, Síða 42
36
€igi varið til neins stórvirkis, heldur höfum vjer einnig
svipt oss árlegum tekjum, sem svarar vöxtum og vaxta-
vöxtum af þessu fje, ef pað hefði staðið óhreift þangað
til nú. Ef vextirnir væru 4°/o, samsvarar það um 17
þús. króna tekjum um hvert eitt fjárhagstímahil, en ef
vextirnir hefðu verið 5"/j, þá liðugum 20 þús. kr. á
sama tíma.
|>að er iðulega talað um, hversu ábúðarskatturinn
sje þungbær, síðasta fjárhagstímabil var liann niður-
settur iiðugar 18 þús. kr. og sjáum vjer því, að ef vjer
liefðum engu eytt af viðlagasjóðnum, þá gætum vjer að
skaðlausu sleppt hinum niðursetta ábúðarskatti, ef ekk-
ert væri annað til hindrunar. J>etta bendir oss á það,
að með því að auka arðberandi eignir viðlagasjóðs get-
um vjer keypt oss og eptirkomendur vora undan skött-
um, en ef vjer eyðum þeim, þá er það sama sem að
leggja skatta á oss og eptirkomendur vora, og því meira
sem vjer eyðum, þess þyngri eru slíkir skattar. |>að er
ekki skynsamlegt, að eyða líkamskröptum sínum, án
þess að veita likamanum nóga næringu. J>ví lengra
sem líður, þess veikari verður líkaminn og ónýtari til
vinnunnar, þetta hefnir sín, og eins er um það að eyða
eignum landsins.
En setjum svo, að vjer höldum áfram eptir liinum
breiða og sljetta vegi, sem vjer erum á, og eyðum eign-
um landsius, þá liggur næst að halda enn lengra áfram
og safna skuldum. En þar sem eyðsla á eignum er
sama sem að leggja á eptirkomendur vora nýja skatta,
þá er skulda safnið svo miktu verra fyrir fátæka þjóð,
að það er nærri sama sem að selja eptirkomendur vora í
þrældóm.
Hinar afarmiklu ríkisskuldir í útlöndum stafa nær
eingöngu af hinum geysilega herkostnaði, einkuin í ó-
friði. J>ær eru neyðarúrræði, og eiga mestrót sína að
rekja til þess tíma, er þjóðirnar höfðu eigi sjálfsforræði.
Nú eru framfaraþjóðirnar að keppast við að losa sig úr