Andvari - 01.01.1889, Side 88
82
Næsta dag (19. ágúst) riðum við upp eptir afrétt-
um upp tunguna milli Svínár og Sandár, fórum upp á
Skygnisöldu til að líta yfir landið, og riðum svo yfir
Sandá par sem Rauðá fellur í liana og var liún nú
mjög vatnslítil. Öldurnar eru hér allstaðar á hálendinu
úr dólerit-rusli, en einstöku móhergsklettar standa upp
upp úr ruslinu, fórum við síðan upp með Búðarfjöllum
og í Miklumýrar, pað er ákaflega mikið graslendi með
stórkostlegum slægjum, sem pví miður er ekki hægt að
nota úr byggð, af pví pær eru svo langt burtu. Rið-
um við síðan upp með kvísl, sem fellur austan í Miklu-
mýrarlæk og upp í krikann vestan undir Iverlingarfjöll-
um og tjölduðum par seinni liluta dags á Kerlingar-
flötum. Úr pessum tjaldstað er skammt til Kerlingar-
fjalla, pau eru 4000 fet á hæð, tindaröðin ber við
himin og allstaðar glampar á hvítar og gular liparit-
skriður utan í hnúkunum. Um kvöldið fór eg snöggva
ferð upp í fjallshlíðarnar til pess að skoða hinar næstu
liparitskriður; riðum við fyrst upp eptir bröttum mel-
hjölium (Bringur), sem eru nokkurskonar undirlilíðar
fram með Kerlingarfjöllunum, par er allstaðar móberg
undir. Liparitið, sem er aðalefni tindanna, stendur upp
úr móberginu og liggja móbergslögin utan á pví; lipar-
itið er einkennilegt hér í næstu skriðunum, grisjótt með
langdregnum blöðrum og allstaðar er mesti urmull af
lausum hrafntinnumolum innanum skriðurnar. Við
komumst ekki upp í fjöllin fyrr en um sólarlag og
var pá einkennileg útsjón yfir landið fyrir neðan; beint
á móti til vesturs blasir við Langjökull og Hvítárvatn í
rauðu mistri, vatnið er allt pakið jökum og skriðjöklar
tveir teygja sig niður í vatnið eins og frosnir fossar; Lí
suðvestri sér niður um allar afréttir niður á láglendi en
útsjónin er óglögg, af pví myrkrið er að færast yfir,
pað glitrar í árnar í óbyggðunum, sem lcvíslast svo víða
um hálendið innanum öldur og bungur, en tunglið er
komið fram undan tindunum á Kerlingarfjöllunum og