Andvari - 01.01.1889, Qupperneq 134
128
væri það næsta nndarlegt, ef dómsvaldið hefði fyrst
verið í höndum höfðingjanna, en síðan hefðu menn látið
jafnvel ómerka menn dæma um mál manna. Hvers
vegna hefði lögrjettan og átt að sleppa dómsvaldinu síð-
ar? |>að eðlilegasta er að ætla, að aðrar breytingar bafi.
eigi orðiðá stjórnarskipun landsins fráþví, sem upphaflega
var sett, en þær, sem einhver nauðsyn bar til að gjnra.
J>að er ýmislegt í fornsögum vorum, sem sýnir, að
dómnefna og lögrjettuskipun var sitt hvað. jpannig segir
Ari fróði, þegar hann talar uin lögin 965, og segir, að
4. þingið hali verið sett í Norðlendingafjórðungi: »enþó
scylldi iöinn dómnefna oc logrétto scipon ýr þeira fiórþ-
ungi, sem ýr einom hueriom öþrom»'. Hann talar hjer
um dómnefnu og lögrjettuskipun, sem sitt hvað, og svo
sem bæði dómnefna og lögrjettuskipun hafi verið fyrir
þann tíma; sama er og að segja um Hænsa-J>óris sögu,
þar sem um sama efni er að ræða, og nefnd er »jöfn
dómnefna á alþingb1 2. í Hauksbók, Melabók hinni
yngri og þætti J>orsteins uxafóts er beinlínis sagt, þar
sem talað er um Úlfljótslög, að goðarnir skjddu nefna
dóma á þingum. 1 sögu Hrafnkels Freysrroða er einnig
talað um dóm á alþingi, er dæmt liafi Hrafnkel sekan.
J>ettavar um 950 eða jafnvel fyr; er sagt, að dómurinn
hali verið settur á lögbergi3. J>etta getur eigi samrýmst
því, að lögrjettan hafi dæmt mál manna, lieldur hlýtur
þetta að hafa verið sjerstakur dómur, enda er að öllu
leyti talað um hann, eins og síðar á tímum er talað
um dóma á alþingi. í Landnámu er Mörður gígja tal-
inn með mestu höfðingjum hjer á landi, er landið hafði
60 vetra hyggt verið4; en í Njálu er sagt um Mörð
gígju, að hann hafi verið imálafylgjumaðr mikill, ok
1) Isl.bók, kap. 5.
2) Hænsa-þúris saga, kap. 14. neöanmáls.
3) Hrafnkels saga, bls. 25.
4) Landn. V. kap. 15.